BMW i5 með vetnisbúnað frá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2014 14:49 BMW i5 vetnisbíllinn eins og tilraunaútgáfa hans var kynnt. Svo virðist sem margir bílaframleiðendur ætli að taka þátt í vetnisbílakapphlaupinu og er BMW eitt þeirra. Það athygliverða við nýjan i5 bíl BMW er að líklega mun vetnisbúnaðurinn verða frá Toyota og sá sami og í nýjum Toyota FCV. Sá bíll er svo til tilbúinn til markaðssetningar. Volkswagen er einnig að sýna nýjan vetnisbíl á bílasýningunni í Los Angeles, sem enn er þó tilraunabíll. Hyundai hefur þegar hafið sölu á Tucson Fuel Cell og Mercedes Benz ætlar að koma með vetnisbíl á markað árið 2017. BMW i5 er einskonar lengd útgáfa af BMW i3 rafmagnsbílnum og æði líkur honum í útliti. Hann er þó með bæði stærra skott og meira fótarými í aftursætum. Þetta er ekki eina samstarf BMW og Toyota því fyrirtækin vinna nú saman að smíði sportbíls með drifi á öllum hjólum. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent
Svo virðist sem margir bílaframleiðendur ætli að taka þátt í vetnisbílakapphlaupinu og er BMW eitt þeirra. Það athygliverða við nýjan i5 bíl BMW er að líklega mun vetnisbúnaðurinn verða frá Toyota og sá sami og í nýjum Toyota FCV. Sá bíll er svo til tilbúinn til markaðssetningar. Volkswagen er einnig að sýna nýjan vetnisbíl á bílasýningunni í Los Angeles, sem enn er þó tilraunabíll. Hyundai hefur þegar hafið sölu á Tucson Fuel Cell og Mercedes Benz ætlar að koma með vetnisbíl á markað árið 2017. BMW i5 er einskonar lengd útgáfa af BMW i3 rafmagnsbílnum og æði líkur honum í útliti. Hann er þó með bæði stærra skott og meira fótarými í aftursætum. Þetta er ekki eina samstarf BMW og Toyota því fyrirtækin vinna nú saman að smíði sportbíls með drifi á öllum hjólum.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent