Sonur hans er nýorðinn 15 ára. Hann vildi fá Bentley-golfbíl í afmælisgjöf og þá fékk hann eðlilega Bentley-golfbíl. Líklega glæsilegasti golfbíll sögunnar með krómuðum felgum og allan pakkann.
Kaupin komu þó ekki við budduna hjá Mayweather sem er langtekjuhæsti íþróttamaður heims og rakar inn milljörðum á hverju einasta ári.
Svo er spurning hvort bíllinn hjálpi til við sveifluna hjá syninum.