Veðurstofan býst við gasmengun norður og austur af eldstöðinni í Holuhrauni, á svæðinu frá Skjálfandaflóa og austur á Djúpavog í kvöld og í nótt.
Í spá Veðurstofunnar segir að á morgun þriðjudag sé útlit fyrir gasmengun til norður og norðaustur af gosstöðvunum, á svæðinu frá Tjörnesi og austur í Mjóafjörð.
Vindur er hægur báða dagana og eykur það líkur á hærri styrk gasmengunar á stöku stað.
Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu í dag.Vísir/VeðurstofanBleika svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu á morgun, þriðjudag.Vísir/Veðurstofan