Rúnar Kristinsson, nýráðinn þjálfari, hefur beðið stjórn félagsins um að gera nýjan samning við Húsvíkinginn Pálma Rafn Pálmason.
Samningur Pálma er að renna út en hann spilaði vel á tímabilinu og sérstaklega í síðustu leikjum liðsins þar sem hann fór á kostum.
„Við áttum gott spjall og það er mjög jákvætt að hann vilji gera samning við mig," sagði Pálmi Rafn.
Lilleström er í fjárhagsvandræðum og því þarf félagið að halda að sér höndum með nýja samninga. Sjóðirnir eru ekki eins digrir og áður.
„Ég veit ekkert um fjármálin en mér líður vel hjá félaginu. Vonandi getum við náð saman um nýjan samning."
Rúnar vill semja við Pálma Rafn

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti