Erlent

IS horfir til Sádi-Arabíu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Talið er að maðurinn sem talar á upptökunni sé Abu Bakr al-Baghdadi, khalífi ISIS.
Talið er að maðurinn sem talar á upptökunni sé Abu Bakr al-Baghdadi, khalífi ISIS. Visir/afp
Íslamska ríkið hefur lítinn áhuga á að stöðva á þeim stað sem það er núna og stefna leiðtogar þess ótrauðir á frekari landvinninga.

Í sautján mínútna langri hljóðupptöku frá leiðtogum samtakanna kemur fram að stefnan sé tekin á Sádí-Arabíu. Í upptökunni kemur Sádí-Arabía hins vegar ekki fram heldur er talað um „the land of Haramayn," land hinna tveggja heilögu borga, Mekka og Medína. Sádar hafa löngum varað við því að land þeirra sé hið raunverulega skotmark Íslamska ríkisins.

Stuðningsmönnum ISIS í Sádi-Arabíu fer fjölgandi en í upptökunni kemur fram hvert þeir skuli ráðast á. Til að byrja með eigi að ráðast gegn sjía múslimum í austurhluta landsins. Frekari fyrirmæli muni berast síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×