Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 27-25 | Baráttusigur ÍR-inga Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. nóvember 2014 14:00 Björgvin Þór Hólmgeirsson. Vísir/Vilhelm ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum." Olís-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum."
Olís-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira