Fjöldi stuðningsmanna tékkenska landsliðsins var mættur til að fylgjast með opinni æfingu liðsins á Doosan-leikvanginum í gærkvöldi.
Pavel Vrba, landsliðsþjálfari Tékklands, er í miklum metum í Plzen en hann var þjálfari Viktoria Plzen í fimm ár. Hann gerði liðið tvívegis að meisturum í Tékklandi, vann einn bikarmeistaratitil og kom því tvívegis í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
„Ég þekki stuðningsmenn í Plzen og trúi því að margir muni mæta í kvöld. Það gleður mig enda viljum við opna okkur fyrir fólkinu.“
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365, er í Tékklandi og tók þessar myndir á æfingunni í gær.
