Handbolti

Grótta vinnur og vinnur | FH náði jafntefli við Íslandsmeistarana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Valli
ÍBV vann annan góðan sigur í þessari viku þegar liðið lagði HK að velli á heimavelli, en í vikunni vann ÍBV Stjörnuna í bikarnum. Staðan var 11-8 Eyjastúlkum í vil í hálfleik og þær héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og unnu 26-20.

Markaskorarar ÍBV: Díana Dögg Magnúsdóttir 8, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 5, Telma Amado 4, Elín Anna Baldursdóttir 2, Vera Lopes 1.

Markaskorarar HK: Emma Havin Sardarsdóttir 7, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 5, Sóley Ívarsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Fanney Þóra Þórsdóttir 1, Eva Hrund Harðardóttir 1.

Grótta rúllaði yfir Selfoss á Selfossi í kvöld, en gestirnir af Seltjarnanesinu unnu með tólf marka mun; 33-21. Staðan í hálfleik var 17-11, Gróttu í vil.

Markaskorarar Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Margrét Katrín Jónsdóttir 3, Carmen Palamariu 3, Þuríður Guðjónsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Thelma Sif Kristjánsdóttir 1, Hildur Öder Einarsdóttir 1.

Markaskorarar Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 8, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 6, Guðný Hjaltadóttir 4, Lovísa Thompson 2, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 2, Arndís María Erlingsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1.

Íslandsmeistarar Vals og FH gerðu að lokum jafntefli í Kaplakrika 19-19, en FH leiddi mest allan leikinn og voru meðal annars 9-7 yfir í hálfleik. Valur jafnaði metin undir lokin.

Markaskorarar FH: Aníta Mjöll Ægisdóttir 5, Ingibjörg Pálmadottir 5, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 3, Rebkka Guðmundsdóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 2, Sara Kristjánsdóttir 1, Steinunn Snorradóttir 1.

Markaskorarar Vals: Morgan Marie Þorkelsdóttir 6, Sigurlaug Rúnarsdóttir 4, Bryndís Elín Wohler 3, Hildur Marín Andrésdóttir 3, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Kristín Bu 1, Kristín Guðmunsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×