David De Gea, markvörður Manchester United, fór úr lið á æfingu spænska landsliðsins fyrir leikinn gen Hvíta-Rússlandi í kvöld.
Spánverjar mæta Hvíta-Rússlandi í Huelva í dag, en De Gea mun ekki spila leikinn vegna meiðsla. Hann fór úr lið á fingri á æfingu Spánverja.
„David De Gea varð að hætta á æfingu liðsins eftir að hann meiddist á hægri fingri. De Gea verður áfram með hópnum og við munum sjá hvernig málin þróast," segir í tilkynningu frá spænska sambandinu.
Óvíst er hversu lengi David De Gea verður lengi frá, en það verður áfall fyrir Manchester United verði hann ekki klár í slaginn um næstu helgi þegar liðið mætir Arsenal á Emirates.

