Inga Elín Cryer og Eygló Ósk Gústafsdóttir, báðar úr ÍBR byrjuðu vel á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallarlaug í kvöld. Stelpurnar settu báðar glæsilegt nýtt Íslandsmet í fyrstu grein.
Inga Elín Cryer bætti sitt eigið Íslandsmet í 400 metra skriðsundi þegar hún kom í mark á 4:13.23 mínútum en gamla metið hennar var 4:14.24 mínútur frá árinu 2012. Inga Elín varð í öðru sæti í sundinu því hin franska Coralie Balmy komst fyrst í mark á 4:05.03 mínútum.
Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti sitt eigið Íslands í 200 metra baksundi þegar hún kom í mark á 2:04.78 mínútum sem er frábær tími. Eygló Ósk bætti gamla metið sitt um rétt tæpar tvær sekúndur en það var 2:06.56 mínútur frá því fyrir ári síðan.
Eygló og Inga Elín báðar með glæsileg Íslandsmet
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn



Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Íslenski boltinn



