Liðsmenn ISIS hafa birt hljóðupptöku þar sem leiðtogi samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, heitir því að liðsmenn samtakanna muni aldrei hætta baráttu sinni, „jafnvel þó einungis einn hermaður standi eftir“.
Fréttir bárust af því fyrir fáeinum dögum að Baghdadi hefði mögulega særst eða jafnvel látist í loftárás Bandaríkjahers nærri íröksku borginni Mosul í síðustu viku.
Í frétt BBC segir að fréttaskýrendur álíti hljóðupptökuna vera ósvikna.

