Kvennalandsliðið í körfubolta fékk hæsta styrkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2014 14:20 Mynd/Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 37 talsins. Þetta er tíunda úthlutun sjóðsins sem hefur nú úthlutað í heild 25 milljónum króna í styrki til afrekskvenna.Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni:Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, 500.000. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélagið Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Ingibjörg Erla er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og fjórum sinnum hefur hún hlotið nafnbótina Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla hefur 4x orðið Norðurlandameistari í grein sinni og náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Ingibjörg Erla er í Team Nordic sem er hópur fremstu taekwondo keppenda norðurlanda. Ingibjörg Erla keppti fyrir skemmstu á EM U21 og mun á komandi mánuðum taka þátt í alþjóðlegum mótum þar sem keppt er um stig sem gilda til þátttöku á Ólympíuleikum.Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, 500.000. Thelma Björg keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Thelma Björg hefur náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Thelma hefur sett rúmlega 175 Íslandsmet í 25 og 50 metra laug frá árinu 2010. Besta árangri sínum til þessa náði Thelma Björg á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven 2014 þar sem hún náði í bronsverðlaun. Í fyrra náði Thelma Björg fimmta besta heimsárangri í 400 metra skriðsundi sem jafnframt var þriðji besti tími í Evrópu. Á næstu misserum eru framundan mörg alþjóðleg verkefni t.a.m. HM í sundi í Glasgow á næsta ári.Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, 500.000 Vegna æfinga og keppni á komandi mánuðum. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta sundkona landsins undanfarin ár. Besta árangri sínum til þessa náði hún á EM50 í sumar þar sem hún setti Íslandsmet og keppti í úrslitum í 50m. bringusundi þar sem hún náði 8. sæti. Í beinu framhaldi fór Hrafnhildur á heimsbikarmót í 25m laug í Doha, þar sló hún eigin Íslandsmet í 50 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur stundar nám í USA og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum. Hrafnhildur hefur náð lágmörkum fyrir HM25 sem fram fer í Doha í desember.Körfuknattleikssamband Íslands, 1.000.000 vegna A landsliðs kvenna. Stúlknalandslið KKÍ náðu góðum árangri á árinu þegar 16 ára landsliðið varð norðurlandameistari og U18 náði besta árangri sem náðst hefur á EM í þeim aldursflokki. Landslið Íslands í körfuknattleik kvenna er aftur mætt til keppni eftir hlé. Landsliðið keppti á EM smáþjóða á árinu þar sem þær náðu 2. sæti. Með góðri frammistöðu á mótinu sýndu Íslensku stúlkurnar að þær eiga heima í keppni bestu liða Evrópu. Á næsta ári stendur mikið til þar sem landsliðið keppir á Smáþjóðaleikum á Íslandi í byrjun júní og tekur svo í beinu framhaldi þátt í undankeppni fyrir EM sem leikin verður í júní og júlí. Framundan er áframhaldandi uppbygging landsliðsstarfs kvenna með þeim góða efniviði sem er til staðar.Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í ellefta sinn úr sjóðnum. Frjálsar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sjá meira
Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 37 talsins. Þetta er tíunda úthlutun sjóðsins sem hefur nú úthlutað í heild 25 milljónum króna í styrki til afrekskvenna.Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni:Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, 500.000. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélagið Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Ingibjörg Erla er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og fjórum sinnum hefur hún hlotið nafnbótina Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla hefur 4x orðið Norðurlandameistari í grein sinni og náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Ingibjörg Erla er í Team Nordic sem er hópur fremstu taekwondo keppenda norðurlanda. Ingibjörg Erla keppti fyrir skemmstu á EM U21 og mun á komandi mánuðum taka þátt í alþjóðlegum mótum þar sem keppt er um stig sem gilda til þátttöku á Ólympíuleikum.Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, 500.000. Thelma Björg keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Thelma Björg hefur náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Thelma hefur sett rúmlega 175 Íslandsmet í 25 og 50 metra laug frá árinu 2010. Besta árangri sínum til þessa náði Thelma Björg á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven 2014 þar sem hún náði í bronsverðlaun. Í fyrra náði Thelma Björg fimmta besta heimsárangri í 400 metra skriðsundi sem jafnframt var þriðji besti tími í Evrópu. Á næstu misserum eru framundan mörg alþjóðleg verkefni t.a.m. HM í sundi í Glasgow á næsta ári.Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, 500.000 Vegna æfinga og keppni á komandi mánuðum. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta sundkona landsins undanfarin ár. Besta árangri sínum til þessa náði hún á EM50 í sumar þar sem hún setti Íslandsmet og keppti í úrslitum í 50m. bringusundi þar sem hún náði 8. sæti. Í beinu framhaldi fór Hrafnhildur á heimsbikarmót í 25m laug í Doha, þar sló hún eigin Íslandsmet í 50 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur stundar nám í USA og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum. Hrafnhildur hefur náð lágmörkum fyrir HM25 sem fram fer í Doha í desember.Körfuknattleikssamband Íslands, 1.000.000 vegna A landsliðs kvenna. Stúlknalandslið KKÍ náðu góðum árangri á árinu þegar 16 ára landsliðið varð norðurlandameistari og U18 náði besta árangri sem náðst hefur á EM í þeim aldursflokki. Landslið Íslands í körfuknattleik kvenna er aftur mætt til keppni eftir hlé. Landsliðið keppti á EM smáþjóða á árinu þar sem þær náðu 2. sæti. Með góðri frammistöðu á mótinu sýndu Íslensku stúlkurnar að þær eiga heima í keppni bestu liða Evrópu. Á næsta ári stendur mikið til þar sem landsliðið keppir á Smáþjóðaleikum á Íslandi í byrjun júní og tekur svo í beinu framhaldi þátt í undankeppni fyrir EM sem leikin verður í júní og júlí. Framundan er áframhaldandi uppbygging landsliðsstarfs kvenna með þeim góða efniviði sem er til staðar.Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í ellefta sinn úr sjóðnum.
Frjálsar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sjá meira