Kvennalandsliðið í körfubolta fékk hæsta styrkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2014 14:20 Mynd/Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 37 talsins. Þetta er tíunda úthlutun sjóðsins sem hefur nú úthlutað í heild 25 milljónum króna í styrki til afrekskvenna.Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni:Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, 500.000. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélagið Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Ingibjörg Erla er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og fjórum sinnum hefur hún hlotið nafnbótina Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla hefur 4x orðið Norðurlandameistari í grein sinni og náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Ingibjörg Erla er í Team Nordic sem er hópur fremstu taekwondo keppenda norðurlanda. Ingibjörg Erla keppti fyrir skemmstu á EM U21 og mun á komandi mánuðum taka þátt í alþjóðlegum mótum þar sem keppt er um stig sem gilda til þátttöku á Ólympíuleikum.Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, 500.000. Thelma Björg keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Thelma Björg hefur náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Thelma hefur sett rúmlega 175 Íslandsmet í 25 og 50 metra laug frá árinu 2010. Besta árangri sínum til þessa náði Thelma Björg á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven 2014 þar sem hún náði í bronsverðlaun. Í fyrra náði Thelma Björg fimmta besta heimsárangri í 400 metra skriðsundi sem jafnframt var þriðji besti tími í Evrópu. Á næstu misserum eru framundan mörg alþjóðleg verkefni t.a.m. HM í sundi í Glasgow á næsta ári.Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, 500.000 Vegna æfinga og keppni á komandi mánuðum. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta sundkona landsins undanfarin ár. Besta árangri sínum til þessa náði hún á EM50 í sumar þar sem hún setti Íslandsmet og keppti í úrslitum í 50m. bringusundi þar sem hún náði 8. sæti. Í beinu framhaldi fór Hrafnhildur á heimsbikarmót í 25m laug í Doha, þar sló hún eigin Íslandsmet í 50 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur stundar nám í USA og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum. Hrafnhildur hefur náð lágmörkum fyrir HM25 sem fram fer í Doha í desember.Körfuknattleikssamband Íslands, 1.000.000 vegna A landsliðs kvenna. Stúlknalandslið KKÍ náðu góðum árangri á árinu þegar 16 ára landsliðið varð norðurlandameistari og U18 náði besta árangri sem náðst hefur á EM í þeim aldursflokki. Landslið Íslands í körfuknattleik kvenna er aftur mætt til keppni eftir hlé. Landsliðið keppti á EM smáþjóða á árinu þar sem þær náðu 2. sæti. Með góðri frammistöðu á mótinu sýndu Íslensku stúlkurnar að þær eiga heima í keppni bestu liða Evrópu. Á næsta ári stendur mikið til þar sem landsliðið keppir á Smáþjóðaleikum á Íslandi í byrjun júní og tekur svo í beinu framhaldi þátt í undankeppni fyrir EM sem leikin verður í júní og júlí. Framundan er áframhaldandi uppbygging landsliðsstarfs kvenna með þeim góða efniviði sem er til staðar.Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í ellefta sinn úr sjóðnum. Frjálsar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Njarðvíkingar geta komist í 2-0 Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ Sjá meira
Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 37 talsins. Þetta er tíunda úthlutun sjóðsins sem hefur nú úthlutað í heild 25 milljónum króna í styrki til afrekskvenna.Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni:Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, 500.000. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélagið Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Ingibjörg Erla er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og fjórum sinnum hefur hún hlotið nafnbótina Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla hefur 4x orðið Norðurlandameistari í grein sinni og náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Ingibjörg Erla er í Team Nordic sem er hópur fremstu taekwondo keppenda norðurlanda. Ingibjörg Erla keppti fyrir skemmstu á EM U21 og mun á komandi mánuðum taka þátt í alþjóðlegum mótum þar sem keppt er um stig sem gilda til þátttöku á Ólympíuleikum.Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, 500.000. Thelma Björg keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Thelma Björg hefur náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Thelma hefur sett rúmlega 175 Íslandsmet í 25 og 50 metra laug frá árinu 2010. Besta árangri sínum til þessa náði Thelma Björg á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven 2014 þar sem hún náði í bronsverðlaun. Í fyrra náði Thelma Björg fimmta besta heimsárangri í 400 metra skriðsundi sem jafnframt var þriðji besti tími í Evrópu. Á næstu misserum eru framundan mörg alþjóðleg verkefni t.a.m. HM í sundi í Glasgow á næsta ári.Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, 500.000 Vegna æfinga og keppni á komandi mánuðum. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta sundkona landsins undanfarin ár. Besta árangri sínum til þessa náði hún á EM50 í sumar þar sem hún setti Íslandsmet og keppti í úrslitum í 50m. bringusundi þar sem hún náði 8. sæti. Í beinu framhaldi fór Hrafnhildur á heimsbikarmót í 25m laug í Doha, þar sló hún eigin Íslandsmet í 50 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur stundar nám í USA og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum. Hrafnhildur hefur náð lágmörkum fyrir HM25 sem fram fer í Doha í desember.Körfuknattleikssamband Íslands, 1.000.000 vegna A landsliðs kvenna. Stúlknalandslið KKÍ náðu góðum árangri á árinu þegar 16 ára landsliðið varð norðurlandameistari og U18 náði besta árangri sem náðst hefur á EM í þeim aldursflokki. Landslið Íslands í körfuknattleik kvenna er aftur mætt til keppni eftir hlé. Landsliðið keppti á EM smáþjóða á árinu þar sem þær náðu 2. sæti. Með góðri frammistöðu á mótinu sýndu Íslensku stúlkurnar að þær eiga heima í keppni bestu liða Evrópu. Á næsta ári stendur mikið til þar sem landsliðið keppir á Smáþjóðaleikum á Íslandi í byrjun júní og tekur svo í beinu framhaldi þátt í undankeppni fyrir EM sem leikin verður í júní og júlí. Framundan er áframhaldandi uppbygging landsliðsstarfs kvenna með þeim góða efniviði sem er til staðar.Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í ellefta sinn úr sjóðnum.
Frjálsar íþróttir Íslenski körfuboltinn Sund Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Njarðvíkingar geta komist í 2-0 Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ Sjá meira