Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Ólafur Haukur Tómasson á Akureyri skrifar 13. nóvember 2014 11:44 vísir/stefán Akureyri vann þægilegan fimm marka sigur á HK í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, 23-18. Heimamenn náðu strax miklum tökum á leiknum og voru alltaf með nokkura marka forskot á gestina. Staðan var 6-4 Akureyringum I vil þegar að þeir sigldu hægt og örugglega fram úr HK-ingum og var staðan 13-5 í hálfleik. HK-ingar, sem skoruðu ekki mark frá 18.mínútu leiksins rufu loks múrinn á 33.mínútu. Þá áttu gestirnir fínan kafla og skoruðu jafn mörg mörk á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks og þeir gerðu í allan fyrri hálfleik. Akureyringar gáfu ögn eftir þegar leið á leikinn og HK-ingar náðu að vinna aðeins á forskot heimamanna. Þeir komust þó aldrei nálægt Akureyringum sem spiluðu frábæran varnarleik og Tomas Olason í marki Akureyrar fór hamförum og varði 23 skot og þar af tvö vítaskot. Brynjar Hólm Grétarsson og Kristján Orri Jóhannsson voru atkvæðamestir í liði Akureyringa með fimm mörk hvor en Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá HK með sjö mörk. Leikurinn endaði með þægilegum og sannfærandi fimm marka sigri Akureyringa sem líta mjög vel út undir stjórn Atla Hilmarssonar.Bjarki Sigurðsson: Við þurfum að fara í naflaskoðun! „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var eins og ég var að vonast eftir. Við þurfum að fara í naflaskoðun með markaskorunina, við skoruðum bara fimm mörk í fyrri hálfleik og það var fínt að halda þeim bara í þrettán mörkum í fyrri hálfleik en að skora bara fimm er ekki boðlegt. Við vorum að taka erfið skot í fyrri hálfleik. Akureyringarnir voru kannski að gera það og þar af leiðandi fer markvörðurinn þeirra að verja einhver skot. Hann hlýtur að hafa verið með um tuttugu bolta varða. Ég vil meina að við getum spilað mikið betur og það sýndum við í seinni hálfleik. Við unnum seinni hálfleikinn að ég held með einu marki eða héldum jöfnu,” sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK eftir leikinn.Tomas Olason: Þetta skrifast á vörnina „Þetta er ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en samheldnin í liðinu og í stúkunni var frábær,” sagði Tomas Olason, markvörður Akureyringa. Tomas varði yfir tuttugu bolta í kvöld og var frábær í marki Akureyringa.Hann er hógvær og vill að vörnin fái hrósið fyrir frammistöðu hans í dag. „Þetta var bara frábær vörn. Það er ekki hægt að vera svona góður nema að hafa góða vörn , ég átti nokkur skipti en þetta skrifast á vörnina,” Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, virðist vera á leið til Akureyrar eftir áramót og tekur Tomas samkeppninni fagnandi en sendir skilaboð til Hreiðars að hann þurfi að standa sig til að fá markvarðarstöðuna af sér. „Hann verður bara að sýna sitt eins og ég geri. Ef hann kemur inn og gerir það þá er það bara frábært og verður að hafa það en þangað til þá verður hann bara að sýna sig,” sagði Tomas.Sverre Jakobsson: Allt skref í rétta átt „Við fáum tvö mikilvæg stig eins og heyrðist í lok leiksins. Aftur sigur á heimavelli og þetta er allt skref í rétta átt,” sagði Sverre Jakobsson, leikmaður Akureyrar eftir leikinn. „Við leggjum grunninn í fyrri hálfleik með því að vera 13-5 yfir en urðum smá værukærir þegar leið á leikinn. Þeir eru nokkrir hjá okkur sem hafa kannski þurft smá tíma til að koma sér inn og var bara spurning hvenær þeir færu að skila meira af sér fyrir liðið. Við sjáum til dæmis Brynjar Hólm, það er mjög jákvætt að sjá hvernig hann kemur inn í liðið. Sýnir sín gæði og er graður á bolta, það er ákveðið verkefni í kringum hann og jákvætt að sjá hann standa sig. Allir komu inn, héldu sínum gæðum og stóðu sig vel en við getum gert mikið betur,” sagði Sverre sem var ánægður með frammistöðu sinna manna en taldi þá hafa getað gert meira. „Við hefðum getað sett fleiri í viðbót. Við fengum færin en vorum að skjóta í óðagoti, klúðra svolítið og héldum ekki rónni. Við vildum hafa klárað þetta með stærri sigri miðað við hvernig leikurinn spilaðist en við höfum verið að lenda í erfiðri viku hvað meiðsli varðar svo það var mikil rótering á okkur,” bætti Sverre við. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Akureyri vann þægilegan fimm marka sigur á HK í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, 23-18. Heimamenn náðu strax miklum tökum á leiknum og voru alltaf með nokkura marka forskot á gestina. Staðan var 6-4 Akureyringum I vil þegar að þeir sigldu hægt og örugglega fram úr HK-ingum og var staðan 13-5 í hálfleik. HK-ingar, sem skoruðu ekki mark frá 18.mínútu leiksins rufu loks múrinn á 33.mínútu. Þá áttu gestirnir fínan kafla og skoruðu jafn mörg mörk á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks og þeir gerðu í allan fyrri hálfleik. Akureyringar gáfu ögn eftir þegar leið á leikinn og HK-ingar náðu að vinna aðeins á forskot heimamanna. Þeir komust þó aldrei nálægt Akureyringum sem spiluðu frábæran varnarleik og Tomas Olason í marki Akureyrar fór hamförum og varði 23 skot og þar af tvö vítaskot. Brynjar Hólm Grétarsson og Kristján Orri Jóhannsson voru atkvæðamestir í liði Akureyringa með fimm mörk hvor en Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá HK með sjö mörk. Leikurinn endaði með þægilegum og sannfærandi fimm marka sigri Akureyringa sem líta mjög vel út undir stjórn Atla Hilmarssonar.Bjarki Sigurðsson: Við þurfum að fara í naflaskoðun! „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var eins og ég var að vonast eftir. Við þurfum að fara í naflaskoðun með markaskorunina, við skoruðum bara fimm mörk í fyrri hálfleik og það var fínt að halda þeim bara í þrettán mörkum í fyrri hálfleik en að skora bara fimm er ekki boðlegt. Við vorum að taka erfið skot í fyrri hálfleik. Akureyringarnir voru kannski að gera það og þar af leiðandi fer markvörðurinn þeirra að verja einhver skot. Hann hlýtur að hafa verið með um tuttugu bolta varða. Ég vil meina að við getum spilað mikið betur og það sýndum við í seinni hálfleik. Við unnum seinni hálfleikinn að ég held með einu marki eða héldum jöfnu,” sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK eftir leikinn.Tomas Olason: Þetta skrifast á vörnina „Þetta er ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en samheldnin í liðinu og í stúkunni var frábær,” sagði Tomas Olason, markvörður Akureyringa. Tomas varði yfir tuttugu bolta í kvöld og var frábær í marki Akureyringa.Hann er hógvær og vill að vörnin fái hrósið fyrir frammistöðu hans í dag. „Þetta var bara frábær vörn. Það er ekki hægt að vera svona góður nema að hafa góða vörn , ég átti nokkur skipti en þetta skrifast á vörnina,” Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, virðist vera á leið til Akureyrar eftir áramót og tekur Tomas samkeppninni fagnandi en sendir skilaboð til Hreiðars að hann þurfi að standa sig til að fá markvarðarstöðuna af sér. „Hann verður bara að sýna sitt eins og ég geri. Ef hann kemur inn og gerir það þá er það bara frábært og verður að hafa það en þangað til þá verður hann bara að sýna sig,” sagði Tomas.Sverre Jakobsson: Allt skref í rétta átt „Við fáum tvö mikilvæg stig eins og heyrðist í lok leiksins. Aftur sigur á heimavelli og þetta er allt skref í rétta átt,” sagði Sverre Jakobsson, leikmaður Akureyrar eftir leikinn. „Við leggjum grunninn í fyrri hálfleik með því að vera 13-5 yfir en urðum smá værukærir þegar leið á leikinn. Þeir eru nokkrir hjá okkur sem hafa kannski þurft smá tíma til að koma sér inn og var bara spurning hvenær þeir færu að skila meira af sér fyrir liðið. Við sjáum til dæmis Brynjar Hólm, það er mjög jákvætt að sjá hvernig hann kemur inn í liðið. Sýnir sín gæði og er graður á bolta, það er ákveðið verkefni í kringum hann og jákvætt að sjá hann standa sig. Allir komu inn, héldu sínum gæðum og stóðu sig vel en við getum gert mikið betur,” sagði Sverre sem var ánægður með frammistöðu sinna manna en taldi þá hafa getað gert meira. „Við hefðum getað sett fleiri í viðbót. Við fengum færin en vorum að skjóta í óðagoti, klúðra svolítið og héldum ekki rónni. Við vildum hafa klárað þetta með stærri sigri miðað við hvernig leikurinn spilaðist en við höfum verið að lenda í erfiðri viku hvað meiðsli varðar svo það var mikil rótering á okkur,” bætti Sverre við.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira