Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 21-26 | Verðskuldaður sigur FH á meisturunum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 13. nóvember 2014 11:38 Magnús Óli skoraði átta mörk úr tíu skotum. vísir/vilhelm FH-ingar unnu í kvöld sterkan fimm marka sigur á Eyjamönnum í Vestmannaeyjum. FH-ingar voru sterkari allan leikinn en þeir leiddu 10-13 í hálfleik eftir spennandi seinni hálfleik sigu gestirnir fram úr á síðustu metrunum og lokatölur því 21-26. Brynjar Darri Baldursson lék frábærlega í marki FH-inga og varði 18 skot. Agnar Smári Jónsson var fjarri góðu gamni í dag og virtist það hafa mjög slæm áhrif á Eyjamenn en Agnar hefur verið frábær í hægri skyttu stöðunni það sem af er ári. Sindri Haraldsson er einnig óleikfær og riðlast því varnarleikur Eyjamanna við það. Bæði lið fóru vel af stað og stefndi í algjöran hörkuleik, jafnt var á öllum tölum upp að stöðunni 6-6. Þá virtust FH-ingar vera búnir að finna glufur á vörn Eyjamanna og fengu dauðafæri hvað eftir annað. Áður en heimamenn vissu af voru FH-ingar komnir fjórum mörkum yfir. Þessi fjögurra marka forystu hélst nokkurnveginn út fyrri hálfleikinn en eins og áður segir átti Brynjar Darri stórleik í marki FH-inga en vörnin var nú alls ekki verri. Sóknarleikur Eyjamanna virtist einsleitur og lítið mál fyrir gestina að stöðva hann. Ásbjörn Friðriksson stjórnaði sóknarleik FH-inga mjög vel, ef hann var ekki að skora mörkin þá var hann að búa til svæði fyrir aðra leikmenn. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að saxa á forskot gestanna en þeir komust nálægt því að jafna metin í stöðunni 15-16 en þá höfðu þeir átt mjög góðan kafla. FH-ingar tóku þá leikhlé og náðu að spila betri handbolta eftir það. Magnús Óli Magnússon kom gríðarlega sterkur inn af bekknum fyrir FH-inga en hann skoraði mikilvæg mörk á lokakaflanum. Hann gerði átta mörk úr sínum tíu skotum í leiknum. Þeir leikmenn em spiluðu fyrir utan hjá ÍBV í dag skoruðu sex mörk úr 21 skoti. Undir lokin meiddist Kolbeinn Aron Arnarson í marki Eyjamanna en hann haði átt góðan leik þar sem hann varði sextán skot eða rétt yfir þessum 40 prósent sem oft er talað um. FH-ingar slíta sig frá Eyjamönnum með þessum sigri en þeir eru nú fjórum stigum á undan þeim en hafa þó leikið einum leik fleiri og hafa jafnað efstu lið deildarinnar.Gunnar Magnússon: Haustbragur á þessu „Það var haustbragur á þessu við náum okkur ekki á strik, sérstaklega sóknarlega. Við erum með sextán tæknifeila sem margir hverjir kosta okkur mörk í bakið,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tap í kvöld gegn FH-ingum. Gunnar vildi ekki skýla sér bakvið það að langt sé liðið síðan þeir léku síðast. Leik Eyjamanna gegn Frömurum var frestað en hann átti að fara fram í síðustu viku. „Það er engin afsökun, við vorum bara lélegir. Við vorum búnir að æfa okkur vel og vorum í toppstandi en hittum á lélegan dag.“ „Við þurfum að fara yfir þennan leik og læra af þessu. Við þurfum að fá meira framlag frá mönnum sóknarlega en við erum að klikka á óvenjulega mörgum færum úr hornunum.“ Gunnar var gríðarlega ánægður með markvörsluna en segir það vera synd að liðið vinni ekki leik með svona markvörslu. Hann tók það einnig fram að Agnar Smári sé á batavegi en það sé þó óljóst hversu lengi hann verði frá.Halldór Jóhann Sigfússon: Heppnin með okkur í nokkrum af mörkunum „Þetta var mjög sterkur sigur, ég er virkilega ánægður með liðið að hafa komið til baka eftir sveiflukenndan leik á móti Val,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-inga, eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Eyjamanna. „Við erum gríðarlega ánægðir með varnarleikinn í dag en hann heppnaðist virkilega vel. Við höfðum undirbúið okkur vel fyrir Eyjamennina sem eru með erfitt lið til þess að spila gegn.“ Magnús Óli Magnússon skoraði mikið af mörkum og hvert öðru skrautlegra, Halldór viðurkenndi að heppnin hefði verið með þeim í nokkrum þeirra. „Í sumum af þessum mörkum var heppnin með okkur og allt það. Maggi var frábær í dag og er góður leikmaður eins og margir í mínu liði. Það er frábært þegar einn stígur aðeins ofar en hinn, Maggi gerði það vel í dag.“ „Það er frábært að koma til Eyja og vinna og það er ekki sjálfgefið að koma til Eyja og taka stig. Þeir eru með sterkt lið.“ Olís-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
FH-ingar unnu í kvöld sterkan fimm marka sigur á Eyjamönnum í Vestmannaeyjum. FH-ingar voru sterkari allan leikinn en þeir leiddu 10-13 í hálfleik eftir spennandi seinni hálfleik sigu gestirnir fram úr á síðustu metrunum og lokatölur því 21-26. Brynjar Darri Baldursson lék frábærlega í marki FH-inga og varði 18 skot. Agnar Smári Jónsson var fjarri góðu gamni í dag og virtist það hafa mjög slæm áhrif á Eyjamenn en Agnar hefur verið frábær í hægri skyttu stöðunni það sem af er ári. Sindri Haraldsson er einnig óleikfær og riðlast því varnarleikur Eyjamanna við það. Bæði lið fóru vel af stað og stefndi í algjöran hörkuleik, jafnt var á öllum tölum upp að stöðunni 6-6. Þá virtust FH-ingar vera búnir að finna glufur á vörn Eyjamanna og fengu dauðafæri hvað eftir annað. Áður en heimamenn vissu af voru FH-ingar komnir fjórum mörkum yfir. Þessi fjögurra marka forystu hélst nokkurnveginn út fyrri hálfleikinn en eins og áður segir átti Brynjar Darri stórleik í marki FH-inga en vörnin var nú alls ekki verri. Sóknarleikur Eyjamanna virtist einsleitur og lítið mál fyrir gestina að stöðva hann. Ásbjörn Friðriksson stjórnaði sóknarleik FH-inga mjög vel, ef hann var ekki að skora mörkin þá var hann að búa til svæði fyrir aðra leikmenn. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að saxa á forskot gestanna en þeir komust nálægt því að jafna metin í stöðunni 15-16 en þá höfðu þeir átt mjög góðan kafla. FH-ingar tóku þá leikhlé og náðu að spila betri handbolta eftir það. Magnús Óli Magnússon kom gríðarlega sterkur inn af bekknum fyrir FH-inga en hann skoraði mikilvæg mörk á lokakaflanum. Hann gerði átta mörk úr sínum tíu skotum í leiknum. Þeir leikmenn em spiluðu fyrir utan hjá ÍBV í dag skoruðu sex mörk úr 21 skoti. Undir lokin meiddist Kolbeinn Aron Arnarson í marki Eyjamanna en hann haði átt góðan leik þar sem hann varði sextán skot eða rétt yfir þessum 40 prósent sem oft er talað um. FH-ingar slíta sig frá Eyjamönnum með þessum sigri en þeir eru nú fjórum stigum á undan þeim en hafa þó leikið einum leik fleiri og hafa jafnað efstu lið deildarinnar.Gunnar Magnússon: Haustbragur á þessu „Það var haustbragur á þessu við náum okkur ekki á strik, sérstaklega sóknarlega. Við erum með sextán tæknifeila sem margir hverjir kosta okkur mörk í bakið,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tap í kvöld gegn FH-ingum. Gunnar vildi ekki skýla sér bakvið það að langt sé liðið síðan þeir léku síðast. Leik Eyjamanna gegn Frömurum var frestað en hann átti að fara fram í síðustu viku. „Það er engin afsökun, við vorum bara lélegir. Við vorum búnir að æfa okkur vel og vorum í toppstandi en hittum á lélegan dag.“ „Við þurfum að fara yfir þennan leik og læra af þessu. Við þurfum að fá meira framlag frá mönnum sóknarlega en við erum að klikka á óvenjulega mörgum færum úr hornunum.“ Gunnar var gríðarlega ánægður með markvörsluna en segir það vera synd að liðið vinni ekki leik með svona markvörslu. Hann tók það einnig fram að Agnar Smári sé á batavegi en það sé þó óljóst hversu lengi hann verði frá.Halldór Jóhann Sigfússon: Heppnin með okkur í nokkrum af mörkunum „Þetta var mjög sterkur sigur, ég er virkilega ánægður með liðið að hafa komið til baka eftir sveiflukenndan leik á móti Val,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-inga, eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Eyjamanna. „Við erum gríðarlega ánægðir með varnarleikinn í dag en hann heppnaðist virkilega vel. Við höfðum undirbúið okkur vel fyrir Eyjamennina sem eru með erfitt lið til þess að spila gegn.“ Magnús Óli Magnússon skoraði mikið af mörkum og hvert öðru skrautlegra, Halldór viðurkenndi að heppnin hefði verið með þeim í nokkrum þeirra. „Í sumum af þessum mörkum var heppnin með okkur og allt það. Maggi var frábær í dag og er góður leikmaður eins og margir í mínu liði. Það er frábært þegar einn stígur aðeins ofar en hinn, Maggi gerði það vel í dag.“ „Það er frábært að koma til Eyja og vinna og það er ekki sjálfgefið að koma til Eyja og taka stig. Þeir eru með sterkt lið.“
Olís-deild karla Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira