VW Golf R 400 í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2014 09:33 Volkswagen sýndi þennan hugmyndabíl, Golf R 400, á bílasýningunni í Peking fyrr á þessu ári. Er hér á ferð enn ein útgáfan af Golf, sú langöflugasta og er hann búinn 400 hestafla vél, eins og nafn hans gefur reyndar til kynna. Ekki var búist við því að tekin yrði sú ákvörðun í höfuðstöðvunum í Wolfsburg að fjöldaframleiða þennan bíl, en það er nú samt raunin að sögn Car Magazine. Vélin í bílnum er sú sama og finna má í Audi TT Quattro Sport og skilar milli 400 og 414 hestöflum. Það eru því a.m.k. hundrað fleiri hestöfl í kagganum en í öflugum Golf R með sín 300 hestöfl. Svo öflugur bíll sem þessi fær að sjálfsögðu nýja fjöðrun og mjög öflugar bremsur og sjá má netta en straumlínulaga útlitsbreytingu á yfirbyggingu bílsins, sem samt heldur flestum Golf línunum. Getgátur eru uppi um að bíllinn verði fyrst aðeins í boði í Evrópu og að ekki standi til að bjóða hann í Bandaríkjunum. Vonandi hefur Car Magazine rétt fyrir sér um fjöldaframleiðslu þessa bíls, enda afar spennandi græja hér á ferð. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent
Volkswagen sýndi þennan hugmyndabíl, Golf R 400, á bílasýningunni í Peking fyrr á þessu ári. Er hér á ferð enn ein útgáfan af Golf, sú langöflugasta og er hann búinn 400 hestafla vél, eins og nafn hans gefur reyndar til kynna. Ekki var búist við því að tekin yrði sú ákvörðun í höfuðstöðvunum í Wolfsburg að fjöldaframleiða þennan bíl, en það er nú samt raunin að sögn Car Magazine. Vélin í bílnum er sú sama og finna má í Audi TT Quattro Sport og skilar milli 400 og 414 hestöflum. Það eru því a.m.k. hundrað fleiri hestöfl í kagganum en í öflugum Golf R með sín 300 hestöfl. Svo öflugur bíll sem þessi fær að sjálfsögðu nýja fjöðrun og mjög öflugar bremsur og sjá má netta en straumlínulaga útlitsbreytingu á yfirbyggingu bílsins, sem samt heldur flestum Golf línunum. Getgátur eru uppi um að bíllinn verði fyrst aðeins í boði í Evrópu og að ekki standi til að bjóða hann í Bandaríkjunum. Vonandi hefur Car Magazine rétt fyrir sér um fjöldaframleiðslu þessa bíls, enda afar spennandi græja hér á ferð.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent