Þrír nýir frá Porsche Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 12:40 Það dælast út ný módel af Porsche bílum þessa dagana. Porsche mun kynna nýja 911 Carrera GTS og Cayenne GTS á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 21. nóvember. Auk þess verður þar sýnd ný viðhafnarútgáfa Porsche Panamera sem aðeins er framleidd í 100 eintökum. Porsche 911 Carrera GTS brúar bilið á milli Carrera S og 911 GT3 bílanna, ekki síst hvað afl varðar. Hann er með 430 hestafla vél og fæst bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi og einnig sem blæjubíll. Porsche Cayenne GTS er 440 hestöfl, með stífari fjöðrun en Cayenne S og 24 mm lægri frá vegi. Því verður hann meiri akstursbíll en ekki eins hæfur í torfærum. Porsche fyrirtækið er á afar góðri siglingu þessa dagana og hefur aukið við söluna um 14% frá fyrra ári fyrstu 10 mánuði ársins. Heildarsalan er 151.500 bílar, en í október jókst salan um 18% og seldust þá 15.800 bílar. Í Evrópu hafa selst 49.300 af þessum bílum það sem af er ári og vöxturinn 17%. Kína slær því þó við með 19% vöxt en þar hafa selst 36.000 bílar. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent
Það dælast út ný módel af Porsche bílum þessa dagana. Porsche mun kynna nýja 911 Carrera GTS og Cayenne GTS á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 21. nóvember. Auk þess verður þar sýnd ný viðhafnarútgáfa Porsche Panamera sem aðeins er framleidd í 100 eintökum. Porsche 911 Carrera GTS brúar bilið á milli Carrera S og 911 GT3 bílanna, ekki síst hvað afl varðar. Hann er með 430 hestafla vél og fæst bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi og einnig sem blæjubíll. Porsche Cayenne GTS er 440 hestöfl, með stífari fjöðrun en Cayenne S og 24 mm lægri frá vegi. Því verður hann meiri akstursbíll en ekki eins hæfur í torfærum. Porsche fyrirtækið er á afar góðri siglingu þessa dagana og hefur aukið við söluna um 14% frá fyrra ári fyrstu 10 mánuði ársins. Heildarsalan er 151.500 bílar, en í október jókst salan um 18% og seldust þá 15.800 bílar. Í Evrópu hafa selst 49.300 af þessum bílum það sem af er ári og vöxturinn 17%. Kína slær því þó við með 19% vöxt en þar hafa selst 36.000 bílar.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent