Tónlist

"Hver í fjandanum er Bibi Zhou?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Twitter logaði í gær eftir að kínverska söngkonan Bibi Zhou hlaut verðlaun sem besti alþjóðlegi listamaðurinn á MTV Europe Music-verðlaunahátíðinni sem haldin var í Skotlandi í gærkvöldi.

Aðrir sem tilnefndir voru í flokkinum voru Dulce Maria, Alessandra Amoroso, 5 Seconds of Summer, Fifth Harmony og Dawid Kwiatkowski.

Margir Twitter-notendur voru mjög ósáttir við að Bibi hefði unnið og vildu að verðlaunin færu til listamanna sem væru þekktari, eins og Fifth Harmony og 5 Seconds of Summer.

Bibi sendi frá sér sína eigin tónlist á netinu um miðjan síðasta áratug og fór síðan í áheyrnarprufu fyrir Super Girl Competition árið 2005 en það er hæfileikaþáttur sem er svipaður og American Idol. Hún lenti í öðru sæti en fjögur hundruð milljónir manna horfðu á lokaþáttinn.

Síðan þá hefur hún gefið út sjö stúdíóplötur og er ein stærsta poppstjarnan í Kína. Hún hefur sópað til sín verðlauna í heimalandinu, leikið í kvikmyndum og beitir sér mikið í þágu góðgerðarmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×