Hulkenberg ekur fyrir Porsche í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2014 15:50 Hulkenberg í Porsche 911 Targa. Það verður að minnsta kosti einn Formúlu 1 ökumaður sem ekur í þolaksturskeppninni í Le Mans í Frakklandi á næsta ári. Það verður Nico Hulkenberg, sem einnig ekur fyrir Formúlu 1 liðið Force India. Hulkenberg mun aka einum þriggja Porsche 919 GT3 R Hybrid bílanna í keppninni. Hulkenberg er fyrsti Formúlu 1 ökumaðurinn sem einnig ekur í Le Mans síðan Sebastian Burdais gerði það árið 2009. Hulkenberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Porsche bíla og þakkar bæði Porsche og Formúlu 1 liði fyrir þetta einstaka tækifæri að leyfa sér að keppa í hinni spennandi Le Mans keppni á miðju Formúlu 1 keppnistímabili. Porsche hefur enn ekki látið uppi hvaða tveir aðrir ökumenn munu aka bílnum með Hulkenberg, en ávallt skiptast 3 ökumenn á í þessum 24 klukkutíma þolakstri, sem reynir mjög mikið á alla ökumennina. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent
Það verður að minnsta kosti einn Formúlu 1 ökumaður sem ekur í þolaksturskeppninni í Le Mans í Frakklandi á næsta ári. Það verður Nico Hulkenberg, sem einnig ekur fyrir Formúlu 1 liðið Force India. Hulkenberg mun aka einum þriggja Porsche 919 GT3 R Hybrid bílanna í keppninni. Hulkenberg er fyrsti Formúlu 1 ökumaðurinn sem einnig ekur í Le Mans síðan Sebastian Burdais gerði það árið 2009. Hulkenberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Porsche bíla og þakkar bæði Porsche og Formúlu 1 liði fyrir þetta einstaka tækifæri að leyfa sér að keppa í hinni spennandi Le Mans keppni á miðju Formúlu 1 keppnistímabili. Porsche hefur enn ekki látið uppi hvaða tveir aðrir ökumenn munu aka bílnum með Hulkenberg, en ávallt skiptast 3 ökumenn á í þessum 24 klukkutíma þolakstri, sem reynir mjög mikið á alla ökumennina.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent