Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum 29. nóvember 2014 10:15 Pakkajól Bylgjunnar og Smáralindar hafa um árabil verið liður í undirbúningi jólanna þar sem fólk er hvatt til að láta gott af sér leiða og kaupa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð á 1. hæð í Smáralind. Gjafirnar eru ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á að kaupa jólagjafir fyrir sína nánustu og munu fulltrúar frá Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi Kirkjunnar sjá um að koma gjöfunum til þeirra sem á að gleðja. Við þjónustuborðið í Smáralind er innpökkunaraðstaða og þar má fá sérstaka merkimiða sem setja þarf á pakkann. Á miðann er merkt við hvort gjöfin henti dreng eða stúlku og á hann er skrifað fyrir hvaða aldur gjöfin hentar. Sértu búsett/ur á landsbyggðinni þá tekur Pósturinn við pökkunum og kemur þeim í Smáralind þér að kostnaðarlausu.Tendrað á jólatréinuÍ dag, laugardaginn 29. nóvember klukkan 14 verða tendruð ljósin á jólatrénu í Smáralind við hátíðlega athöfn. Barnakór Kársnesskóla syngur falleg jólalög og söngkonurnar og skemmtikraftarnir Þórunn Erna Clausen og Guðrún Árný taka lagið og stýra athöfninni. Þegar búið er að tendra ljósin á jólatrénu munu Íþróttaálfurinn og Solla stíga á svið og skemmta börnunum. Á sama tíma hefjast Pakkajól Smáralindar og Bylgjunnar. Pakkajól er góðgerðarátak þar sem fólk er hvatt til að gefa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind. Hjálparstarf Kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sér svo um að koma gjöfunum þangað sem þeirra er þörf.Nánari upplýsingar um dagskrána og Pakkajól. Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól
Pakkajól Bylgjunnar og Smáralindar hafa um árabil verið liður í undirbúningi jólanna þar sem fólk er hvatt til að láta gott af sér leiða og kaupa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð á 1. hæð í Smáralind. Gjafirnar eru ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á að kaupa jólagjafir fyrir sína nánustu og munu fulltrúar frá Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi Kirkjunnar sjá um að koma gjöfunum til þeirra sem á að gleðja. Við þjónustuborðið í Smáralind er innpökkunaraðstaða og þar má fá sérstaka merkimiða sem setja þarf á pakkann. Á miðann er merkt við hvort gjöfin henti dreng eða stúlku og á hann er skrifað fyrir hvaða aldur gjöfin hentar. Sértu búsett/ur á landsbyggðinni þá tekur Pósturinn við pökkunum og kemur þeim í Smáralind þér að kostnaðarlausu.Tendrað á jólatréinuÍ dag, laugardaginn 29. nóvember klukkan 14 verða tendruð ljósin á jólatrénu í Smáralind við hátíðlega athöfn. Barnakór Kársnesskóla syngur falleg jólalög og söngkonurnar og skemmtikraftarnir Þórunn Erna Clausen og Guðrún Árný taka lagið og stýra athöfninni. Þegar búið er að tendra ljósin á jólatrénu munu Íþróttaálfurinn og Solla stíga á svið og skemmta börnunum. Á sama tíma hefjast Pakkajól Smáralindar og Bylgjunnar. Pakkajól er góðgerðarátak þar sem fólk er hvatt til að gefa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind. Hjálparstarf Kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sér svo um að koma gjöfunum þangað sem þeirra er þörf.Nánari upplýsingar um dagskrána og Pakkajól.
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól