Tónlist

Leoncie ekki í Eurovision: „Ég hefði pottþétt unnið!“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Leoncie keppir ekki í undankeppni RÚV í Eurovision. Þetta tilkynnir söngkonan á Facebook-síðu sinni. Hún vandar forsvarsmönnum RÚV ekki kveðjurnar í færslunni.

„Ekkert nýtt, alltaf sami hatursglæpurinn og mismunun, sama neikvæða svarið í yfir 32 ár út af því að ég er fagleg og af því að ég er svo rosalega góð! Ég hefði pottþétt unnið!“ skrifar Leoncie og sendir ástarkveðju til aðdáenda sinna. Hún lætur þetta ekki á sig fá.

„Hins vegar þrífst indverski snillingurinn Leoncie á höfnun. Guð er frábær og allir dagar á jörðinni einkennast af velgengni fyrir mig,“ skrifar Leoncie. Þá heldur hún því fram að nýja jólalagið hennar eigi eftir að gera allt vitlaust um heim allan.

„Textarnir eru alveg stórkostlegir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×