Vill leggja niður mannanafnanefnd:„Verðum að treysta fólki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2014 08:21 Óttarr Proppé er einn flutningsmanna frumvarpsins. vísir/pjetur „Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira