DV skútan strandaði Stjórnarmaðurinn skrifar 26. nóvember 2014 09:00 Stjórnarmaðurinn hefur fylgst með hræringum kringum útgáfufélag DV, sem lauk nú í síðustu viku með kaupum Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar í félaginu. Óhætt er að segja að gustað hafi um DV en að vatnaskil hafi orðið við brotthvarf Reynis Traustasonar. Engu er líkara en við það hafi skapast vinnufriður til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð félagsins. Stjórnarmanninum þykir merkilegt hvað fjölmiðlamenn á Íslandi eyða mörgum dálksentímetrum í að fjalla um kollega sína. Þannig voru fjölmiðlar, og kannski einkum blaðamenn DV, duglegir að fjalla um málið og mátti sjá rök á þá leið að hluthafar DV hefðu með athöfnum sínum ráðist gegn frjálsri fjölmiðlun í landinu. Þetta er gamalgróin saga sem iðulega heyrist þegar hagræða á eða skipta um fólk á fjölmiðlum. Engum dettur hins vegar í hug að skrifa frétt um að annarlegar ástæður ráði, þegar t.d er skipt um kerstjóra í Álverinu í Straumsvík. Blaðamenn eru einnig gjarnir á að stilla sér í sveit gegn eigendum fjölmiðla. Bollaleggingar um misnotkun eigendavalds voru hins vegar óþarfar á DV, enda eigendurnir sjálfir sem skrifuðu leiðarana! Í þessu felst kannski einnig sú hugmynd að fjölmiðlar eigi að vera í hugsjónastarfsemi en ekki hefðbundin félög, rekin hluthöfum sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hætt er þó við að slíkar hugsjónir séu frekar í orði en á borði, a.m.k. í tilfelli DV. Félagið gefur út áskriftarblað, og rekur vefsíðu sem notast við gjaldvegg. Á báða miðla eru seldar auglýsingar. Þrátt fyrir þetta var tap af rekstri félagsins rúmar 83 milljónir árið 2011, 65 milljónir 2012 og 37 milljónir árið 2013 – linnulaus taprekstur. Fólki er vitaskuld frjálst að hafa skoðanir á persónum og leikendum. Hins vegar er ljóst að samkvæmt öllum rekstrarlegum mælikvörðum blikkaði rauða ljósið. Því er auðvelt að færa rök fyrir því að með því að skipta út skipstjóranum sem ekki fiskaði hafi hluthafar DV staðið vörð um hagsmuni félagsins. DV Reynis Traustasonar gat heldur ekki skýlt sér á bak við það að ekki sé hægt að reka fjölmiðil með ávinningi á Íslandi, enda dæmi í fortíð og nútíð um ágætlega ábatasaman rekstur í þeim geira. Við það bætist að á DV er ástunduð svokölluð „tabloid“-blaðamennska, en það er líklega sú tegund sem best fiskar í fjárhagslegu tilliti, sbr. t.d. Daily Mail og The Sun í Bretlandi. Björns Inga bíður því erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Stjórnarmaðurinn hefur fylgst með hræringum kringum útgáfufélag DV, sem lauk nú í síðustu viku með kaupum Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar í félaginu. Óhætt er að segja að gustað hafi um DV en að vatnaskil hafi orðið við brotthvarf Reynis Traustasonar. Engu er líkara en við það hafi skapast vinnufriður til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð félagsins. Stjórnarmanninum þykir merkilegt hvað fjölmiðlamenn á Íslandi eyða mörgum dálksentímetrum í að fjalla um kollega sína. Þannig voru fjölmiðlar, og kannski einkum blaðamenn DV, duglegir að fjalla um málið og mátti sjá rök á þá leið að hluthafar DV hefðu með athöfnum sínum ráðist gegn frjálsri fjölmiðlun í landinu. Þetta er gamalgróin saga sem iðulega heyrist þegar hagræða á eða skipta um fólk á fjölmiðlum. Engum dettur hins vegar í hug að skrifa frétt um að annarlegar ástæður ráði, þegar t.d er skipt um kerstjóra í Álverinu í Straumsvík. Blaðamenn eru einnig gjarnir á að stilla sér í sveit gegn eigendum fjölmiðla. Bollaleggingar um misnotkun eigendavalds voru hins vegar óþarfar á DV, enda eigendurnir sjálfir sem skrifuðu leiðarana! Í þessu felst kannski einnig sú hugmynd að fjölmiðlar eigi að vera í hugsjónastarfsemi en ekki hefðbundin félög, rekin hluthöfum sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hætt er þó við að slíkar hugsjónir séu frekar í orði en á borði, a.m.k. í tilfelli DV. Félagið gefur út áskriftarblað, og rekur vefsíðu sem notast við gjaldvegg. Á báða miðla eru seldar auglýsingar. Þrátt fyrir þetta var tap af rekstri félagsins rúmar 83 milljónir árið 2011, 65 milljónir 2012 og 37 milljónir árið 2013 – linnulaus taprekstur. Fólki er vitaskuld frjálst að hafa skoðanir á persónum og leikendum. Hins vegar er ljóst að samkvæmt öllum rekstrarlegum mælikvörðum blikkaði rauða ljósið. Því er auðvelt að færa rök fyrir því að með því að skipta út skipstjóranum sem ekki fiskaði hafi hluthafar DV staðið vörð um hagsmuni félagsins. DV Reynis Traustasonar gat heldur ekki skýlt sér á bak við það að ekki sé hægt að reka fjölmiðil með ávinningi á Íslandi, enda dæmi í fortíð og nútíð um ágætlega ábatasaman rekstur í þeim geira. Við það bætist að á DV er ástunduð svokölluð „tabloid“-blaðamennska, en það er líklega sú tegund sem best fiskar í fjárhagslegu tilliti, sbr. t.d. Daily Mail og The Sun í Bretlandi. Björns Inga bíður því erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun