Heimsmet í klaufaskap Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 09:27 Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent
Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent