Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 25-26 | Botnliðið lagði meistarana Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 24. nóvember 2014 16:05 Ólafur Magnússon var hetja Fram í kvöld. Vísir/Valli Botnlið Fram vann afar óvæntan sigur á Íslandsmeisturum ÍBV í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í kvöld, 26-25. ÍBV leiddi nánast allt leikinn og var með tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10. En Fram náði að tryggja sér sigur með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins. Ólafur Jóhann Magnússon skoraði sigurmark Fram úr horninu þegar um mínúta var eftir og varði svo skot Andra Heimis Friðrikssonar, leikmanns ÍBV, á lokasekúndunum. Bæði lið byrjuðu leikinn mjög illa sóknarlega en frábærlega varnarlega. Agnar Smári Jónsson kom með nýja vídd inn í ÍBV-liðið sem hefur verið slakt í undanfönum leikjum. Hann náði sér þó ekki á strik í upphafi enda ekki spilað mikið undanfarið. Þessi tvö lið urðu Íslandsmeistarar árin 2013 og 2014 en það var alls ekki að sjá á leik liðanna í upphafi en sóknirnar voru vægast sagt skelfilegar. Hraðaupphlaup Framara vógu þungt á móti slökum sóknarleik heimamanna. Vegna hraðaupphlaupanna komust Framarar tveimur mörkum yfir. Það dugði þó skammt því í hvert skipti sem þeir þurftu að stilla upp í sókn gekk ekkert upp. Sóknarleikur Eyjamanna hrökk einmitt í gang þegar líða fór á hálfleikinn og komust þeir því framúr. Sindri Haraldsson er aftur kominn í gang og munar um minna hjá Eyjamönnum. Dagur Arnarsson og Einar Sverrisson voru einnig að leika vel undir lok fyrri hálfleiks. Þröstur Bjarkason kom inn af bekknum eftir að Ólafur Ægir Ólafsson hafði reynt án árangurs að taka þátt í leiknum. Þröstur spilaði frábærlega og stimplaði sig vel inn í slakan sóknarleik Framara. Markverðir liðanna áttu góðan fyrri hálfeik en Henrik Vikan Eidsvag varði tíu skot í fyrri hálfleik og þar af eitt vítakast. Kollegi hans hjá Fram var ekki mikið síðri en Kristófer Fannar Guðmundsson varði átta skot í fyrri hálfleik. Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og sýndu mun betri hliðar sóknarlega en þeim tókst að jafna leikinn og slepptu Eyjamönnum aldrei langt fram úr sér. Taflið snerist við í síðari hálfleik en þá urðu varnir liðanna að engu og sóknirnar mjög góðar. Agnar Smári gat tekið meiri þátt í sóknarleik Eyjamanna og skyttur Framara fóru að hitna. Þröstur og Sigurður Örn Þorsteinsson báru uppi sóknarleik gestanna. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn 25-25 en Eyjamenn misstu þá boltann og Framarar því í lykilstöðu. Ólafur Magnússon kom þá gestunum yfir með frábæru marki þar sem hann fór inn úr hægra horninu og skoraði yfir Hauk Jónsson sem stóð í marki Eyjamanna. Eyjamenn nýttu síðasta leikhlé leiksins þegar um 45 sekúndur voru eftir af leiknum og fékk Agnar Smári Jónsson þá dæmdan á sig ruðning. Framarar sigldu þvi sigrinum heim í ótrúlegum leik. Eftir sigurinn er Fram komið í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍBV situr enn í því sjöunda.Guðlaugur Arnarsson: Strákarnir eru að uppskera „Þetta er virkilega langþráður sigur, ótrúlega sterkt að koma hingað og sækja tvö stig. Ég er stoltur af baráttunni og dugnaðinum í mínúm strákum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, eftir sterkan sigur á Íslandsmeisturunum frá Eyjum, úti í Eyjum. Með sigrinum lyfta Framarar sér upp úr botnsætinu og yfir HK-inga. „Við lögðum leikinn upp með því að reyna að finna okkur varnarlega, við höfum lent í skakkaföllum með vörnina og þurftum að æfa upp nýja hluti. Við ætluðum að vera agaðir sóknarlega gegn, að mínu mati, erfiðustu vörninni á landinu.“ „Við náðum að vera skynsamir, létum boltann fljóta og komum okkur í góð færi.“ Framarar voru undir mest allan leikinn og komu síðan á blindu hliðina á Eyjamönnum undir lokin. „Varnarleikurinn verður betri, við náðum að loka á þá. Kristófer tók mjög mikilvæga bolta þegar hann kom inn aftur og við fengum ódýr mörk úr hraðaupphlaupunum.“ „Þetta verður dauðans barátta um stig, við erum í stigabaráttu og erum búnir að leggja mikla vinnu á okkur fyrir þessum stigum. Strákarnir eru að uppskera núna fyrir mikla vinnu og þolinmæði.“ Guðlaugur sagði einnig að ekki væri útlit fyrir það að lykilmenn þeirra kæmu inn í liðið fyrr en eftir pásuna umtöluðu.Gunnar Magnússon: Þurfum að finna leiðtoga inni á vellinum „Að sjálfsögðu er ég ósáttur, við erum yfir allan leikinn. Við fengum ótalfæri til þess að hrista þá af okkur og náum nokkurra marka forystu í leiknum þegar um sex mínútur eru eftir. Agaleysið fór með þetta þegar við tökum skelfilegar ákvarðanir,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, mjög ósáttur eftir grátlegt tap gegn liði Fram sem var á botni deildarinnar fyrir leik. Eyjamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn en náðu eins og Gunnar segir ekki að hrista Framara nógu langt frá sér. „Við vorum nánast búnir að hrista þá af okkur og fengum tækifæri til þess að hrista þá af okkur en þá komu lélegar ákvarðanir og annað. Okkur vantaði agann til að klára leikinn.“ „Við erum hundfúlir og teljum okkur vera betri en þetta. Við þurfum bara að spýta í lófana þetta verður erfið barátta og við þurfum að snúa bökum saman. Þetta er annar leikurinn í röð sem að við erum yfir allan leikinn en það fellur ekki fyrir okkur.“ „Núna þurfum við að vinna í andlegu hliðinni. Við þurfum að vera sterkari andlega því menn fara inn í skelina við mótlæti og þegar þeir koma í síðustu árásina á okkur þá förum við inn í skelina.“ „Við þurfum að finna leiðtoga inni á vellinum sem geta tekið af skarið þegar á þarf að halda.“ Við þessi síðustu orð Gunnars getur maður ekki annað en hugsað um Róbert Aron Hostert sem var klárlega þessi leiðtogi hjá Eyjamönnum á síðustu leiktíð. Róbert vann ófáa leikina upp á sitt einsdæmi en hann leikur nú með Mors-Thy í Danmörku. Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Botnlið Fram vann afar óvæntan sigur á Íslandsmeisturum ÍBV í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í kvöld, 26-25. ÍBV leiddi nánast allt leikinn og var með tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10. En Fram náði að tryggja sér sigur með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins. Ólafur Jóhann Magnússon skoraði sigurmark Fram úr horninu þegar um mínúta var eftir og varði svo skot Andra Heimis Friðrikssonar, leikmanns ÍBV, á lokasekúndunum. Bæði lið byrjuðu leikinn mjög illa sóknarlega en frábærlega varnarlega. Agnar Smári Jónsson kom með nýja vídd inn í ÍBV-liðið sem hefur verið slakt í undanfönum leikjum. Hann náði sér þó ekki á strik í upphafi enda ekki spilað mikið undanfarið. Þessi tvö lið urðu Íslandsmeistarar árin 2013 og 2014 en það var alls ekki að sjá á leik liðanna í upphafi en sóknirnar voru vægast sagt skelfilegar. Hraðaupphlaup Framara vógu þungt á móti slökum sóknarleik heimamanna. Vegna hraðaupphlaupanna komust Framarar tveimur mörkum yfir. Það dugði þó skammt því í hvert skipti sem þeir þurftu að stilla upp í sókn gekk ekkert upp. Sóknarleikur Eyjamanna hrökk einmitt í gang þegar líða fór á hálfleikinn og komust þeir því framúr. Sindri Haraldsson er aftur kominn í gang og munar um minna hjá Eyjamönnum. Dagur Arnarsson og Einar Sverrisson voru einnig að leika vel undir lok fyrri hálfleiks. Þröstur Bjarkason kom inn af bekknum eftir að Ólafur Ægir Ólafsson hafði reynt án árangurs að taka þátt í leiknum. Þröstur spilaði frábærlega og stimplaði sig vel inn í slakan sóknarleik Framara. Markverðir liðanna áttu góðan fyrri hálfeik en Henrik Vikan Eidsvag varði tíu skot í fyrri hálfleik og þar af eitt vítakast. Kollegi hans hjá Fram var ekki mikið síðri en Kristófer Fannar Guðmundsson varði átta skot í fyrri hálfleik. Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og sýndu mun betri hliðar sóknarlega en þeim tókst að jafna leikinn og slepptu Eyjamönnum aldrei langt fram úr sér. Taflið snerist við í síðari hálfleik en þá urðu varnir liðanna að engu og sóknirnar mjög góðar. Agnar Smári gat tekið meiri þátt í sóknarleik Eyjamanna og skyttur Framara fóru að hitna. Þröstur og Sigurður Örn Þorsteinsson báru uppi sóknarleik gestanna. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn 25-25 en Eyjamenn misstu þá boltann og Framarar því í lykilstöðu. Ólafur Magnússon kom þá gestunum yfir með frábæru marki þar sem hann fór inn úr hægra horninu og skoraði yfir Hauk Jónsson sem stóð í marki Eyjamanna. Eyjamenn nýttu síðasta leikhlé leiksins þegar um 45 sekúndur voru eftir af leiknum og fékk Agnar Smári Jónsson þá dæmdan á sig ruðning. Framarar sigldu þvi sigrinum heim í ótrúlegum leik. Eftir sigurinn er Fram komið í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍBV situr enn í því sjöunda.Guðlaugur Arnarsson: Strákarnir eru að uppskera „Þetta er virkilega langþráður sigur, ótrúlega sterkt að koma hingað og sækja tvö stig. Ég er stoltur af baráttunni og dugnaðinum í mínúm strákum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, eftir sterkan sigur á Íslandsmeisturunum frá Eyjum, úti í Eyjum. Með sigrinum lyfta Framarar sér upp úr botnsætinu og yfir HK-inga. „Við lögðum leikinn upp með því að reyna að finna okkur varnarlega, við höfum lent í skakkaföllum með vörnina og þurftum að æfa upp nýja hluti. Við ætluðum að vera agaðir sóknarlega gegn, að mínu mati, erfiðustu vörninni á landinu.“ „Við náðum að vera skynsamir, létum boltann fljóta og komum okkur í góð færi.“ Framarar voru undir mest allan leikinn og komu síðan á blindu hliðina á Eyjamönnum undir lokin. „Varnarleikurinn verður betri, við náðum að loka á þá. Kristófer tók mjög mikilvæga bolta þegar hann kom inn aftur og við fengum ódýr mörk úr hraðaupphlaupunum.“ „Þetta verður dauðans barátta um stig, við erum í stigabaráttu og erum búnir að leggja mikla vinnu á okkur fyrir þessum stigum. Strákarnir eru að uppskera núna fyrir mikla vinnu og þolinmæði.“ Guðlaugur sagði einnig að ekki væri útlit fyrir það að lykilmenn þeirra kæmu inn í liðið fyrr en eftir pásuna umtöluðu.Gunnar Magnússon: Þurfum að finna leiðtoga inni á vellinum „Að sjálfsögðu er ég ósáttur, við erum yfir allan leikinn. Við fengum ótalfæri til þess að hrista þá af okkur og náum nokkurra marka forystu í leiknum þegar um sex mínútur eru eftir. Agaleysið fór með þetta þegar við tökum skelfilegar ákvarðanir,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, mjög ósáttur eftir grátlegt tap gegn liði Fram sem var á botni deildarinnar fyrir leik. Eyjamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn en náðu eins og Gunnar segir ekki að hrista Framara nógu langt frá sér. „Við vorum nánast búnir að hrista þá af okkur og fengum tækifæri til þess að hrista þá af okkur en þá komu lélegar ákvarðanir og annað. Okkur vantaði agann til að klára leikinn.“ „Við erum hundfúlir og teljum okkur vera betri en þetta. Við þurfum bara að spýta í lófana þetta verður erfið barátta og við þurfum að snúa bökum saman. Þetta er annar leikurinn í röð sem að við erum yfir allan leikinn en það fellur ekki fyrir okkur.“ „Núna þurfum við að vinna í andlegu hliðinni. Við þurfum að vera sterkari andlega því menn fara inn í skelina við mótlæti og þegar þeir koma í síðustu árásina á okkur þá förum við inn í skelina.“ „Við þurfum að finna leiðtoga inni á vellinum sem geta tekið af skarið þegar á þarf að halda.“ Við þessi síðustu orð Gunnars getur maður ekki annað en hugsað um Róbert Aron Hostert sem var klárlega þessi leiðtogi hjá Eyjamönnum á síðustu leiktíð. Róbert vann ófáa leikina upp á sitt einsdæmi en hann leikur nú með Mors-Thy í Danmörku.
Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira