Jarðskjálfti upp á 5,4 stig varð í Bárðarbungu um níu leitið í morgun og fannst hann meðal annars á Akureyri.
Þetta fimmti snarpasti skjálftinn sem mælst hefur á þessum slóðum frá því að eldsumbrotin hófust.
Frá því um miðjan dag í gær hafa rúmlega 50 skjálftar mælst á svæðinu þannig að ekkert er að draga úr skjálftavirkninni. Gasmengun frá gosinu berst nú til norðausturs en loftgæði eru með ágætum á öllum sjálfvirkum mælistöðvum.
Skjálfti af stærðinni 5,4 mældist í Bárðarbungu
Stefán Árni Pálsson skrifar
