Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. nóvember 2014 18:40 Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Mynd/Stöð 2 Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð til læknis, sálfræðings, í verslun eða á námskeið, sem á að taka tíu mínútur hvora leið, getur tekið marga klukkutíma þegar allt er talið. Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Tímasetningar standast ekki og endalausar tafir. Fólki sé safnað í bíla og það keyrt bæjarenda á milli, þótt það sé að fara stutta vegalengd. Gugga Jóna hafi orðið of sein í sjúkraþjálfun vegna þessa og í eitt skipti þurfti hún að bíða í klukkustund í Smáralind eftir því að vera sótt. Til allrar hamingju var hún ekki ein á ferð. Móðir hennar segir að það hefði getað farið verr, þar sem Gugga Jóna á erfitt með að tjá sig, ef vinkona hennar hefði ekki hringt og látið vita. Forstöðumenn sambýla sem Stöð 2 ræddi við segja að dagurinn fari nú að stóru leyti í að skipuleggja ferðir með ferðaþjónustu strætó. Á annan tug bílstjóra annast aksturinn í verktökum fyrir Strætó en fjórir hafa hætt vegna skipulagsvandans. Notendur þjónustunnar voru ekki látnir vita um breytingarnar og klúðrið kom þeim í opna skjöldu. Lovísa Guðbrandsdóttir þroskaþjálfi segir við Stöð 2 að fólki sé sýnd lítilsvirðing með því að láta það ekki vita um breytingarnar. Það sé að missa af heimsóknum til lækna, sálfræðinga og tímum í tónlist eða fjölmennt sem það hafi greitt fyrir en getur ekki sótt vegna þessa. Lovísa segir að kvörtunum sé svarað með því að segja að einkabílaþjónusta sé ekki lengur í boði. Þá sé hægt að fá sms í síma eða notast við app í snjallsímum. Gallinn sé sá að stór hluti notenda þjónustunnar eigi ekki slíka síma. Þeir þurfi að gera ráð fyrir hálftíma bið eftir þjónustunni vegna þess. Í ofanálág þurfi þeir svo að rúnta ansi hressilega um bæinn til þess að komast á leiðarenda. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð til læknis, sálfræðings, í verslun eða á námskeið, sem á að taka tíu mínútur hvora leið, getur tekið marga klukkutíma þegar allt er talið. Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Tímasetningar standast ekki og endalausar tafir. Fólki sé safnað í bíla og það keyrt bæjarenda á milli, þótt það sé að fara stutta vegalengd. Gugga Jóna hafi orðið of sein í sjúkraþjálfun vegna þessa og í eitt skipti þurfti hún að bíða í klukkustund í Smáralind eftir því að vera sótt. Til allrar hamingju var hún ekki ein á ferð. Móðir hennar segir að það hefði getað farið verr, þar sem Gugga Jóna á erfitt með að tjá sig, ef vinkona hennar hefði ekki hringt og látið vita. Forstöðumenn sambýla sem Stöð 2 ræddi við segja að dagurinn fari nú að stóru leyti í að skipuleggja ferðir með ferðaþjónustu strætó. Á annan tug bílstjóra annast aksturinn í verktökum fyrir Strætó en fjórir hafa hætt vegna skipulagsvandans. Notendur þjónustunnar voru ekki látnir vita um breytingarnar og klúðrið kom þeim í opna skjöldu. Lovísa Guðbrandsdóttir þroskaþjálfi segir við Stöð 2 að fólki sé sýnd lítilsvirðing með því að láta það ekki vita um breytingarnar. Það sé að missa af heimsóknum til lækna, sálfræðinga og tímum í tónlist eða fjölmennt sem það hafi greitt fyrir en getur ekki sótt vegna þessa. Lovísa segir að kvörtunum sé svarað með því að segja að einkabílaþjónusta sé ekki lengur í boði. Þá sé hægt að fá sms í síma eða notast við app í snjallsímum. Gallinn sé sá að stór hluti notenda þjónustunnar eigi ekki slíka síma. Þeir þurfi að gera ráð fyrir hálftíma bið eftir þjónustunni vegna þess. Í ofanálág þurfi þeir svo að rúnta ansi hressilega um bæinn til þess að komast á leiðarenda.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira