Umfjöllun og viðtöl. Stjarnan - Akureyri 24-24 | Stjarnan fyrst til að taka stig af Atla Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 22. nóvember 2014 00:01 Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira