Handbolti

Níu sigrar í níu leikjum hjá Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Þóra Hálfdansdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld.
Guðrún Þóra Hálfdansdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld. Vísir/Pjetur
Framkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Olís-deild kvenna í kvöld þegar Safamýrarstúlkur unnu sex marka sigur á FH í Framhúsinu, 21-15.

Fram er búið að vinna fyrstu níu leiki sína í deildinni í vetur og eru að sjálfsögðu í efsta sæti deildarinnar.

FH-konur náðu jafntefli við Val í síðasta leik og voru búnar að ná í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Þær náðu ekki að fylgja því eftir en sluppu við skell á móti sterku Framliði.

Guðrún Þóra Hálfdansdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og María Karlsdóttir voru markahæstar hjá Fram með fjögur mörk hver en liðið tryggði sig áfram í Evrópukeppninni með tveimur stórsigrum um síðustu helgi.

Ingibjörg Pálmadóttir, lykilmaður í liði FH, fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik og þá áttu FH-konur í erfiðleikum með Nadiu Ayelen Bordon sem varði 20 skot í Fram-markinu.



Fram - FH 21-15 (12-8)

Mörk Fram: Guðrún Þóra Hálfdansdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, María Karlsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 2, Elva Þóra Arnarsdóttir 1.

Mörk FH: Aníta Mjöll Ægisdóttir 6, Rebekka Guðmundsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1, Steinunn Snorradóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Sara Kristjánsdóttir 1, Elín Ósk Jóhannsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×