Vettel inn og Alonso út hjá Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 16:20 Vettel og Alonso á góðri stundu. Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent