„Á jólunum viljum við að gleðin sé við völd. Við viljum halda í hefðirnar og vera í faðmi fjölskyldu og vina. Á stað sem okkur er kær. Heima hjá okkur. Stundum flækist lífið fyrir fögrum fyrirheitum. Áætlanir breytast. Rétt eins og lífið. Þá aðlögum við okkur. Við getum pakkað jólunum niður og flutt þau þangað sem hjartað slær. Flogið yfir fjöll og höf og búið okkur til nýjar hefðir þar sem ástvinir okkar eru,“ er skrifað við auglýsinguna á Youtube.

