Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Skjóðan skrifar 10. desember 2014 13:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira