Hvítur vinsælasti bílaliturinn í ár Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2014 16:37 Hvítur er tískuliturinn í ár. PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent
PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent