Um 105 jarðskjálftar hafa átt upptök við Bárðarbungu síðan um hádegið í gær. Sá stærsti mældist 4,4 stig og varð hann við upptök norðausturbrún öskjunnar klukkan 15:10 í gær. Sjö aðrir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst við Bárðarbungu.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um tíu skjálftar hafi mælst í bergganginum og að minnsta kosti einn skjálfti varð við Tungnafellsjökul.
Vel hefur sést til gossins í Holuhrauni á vefmyndavélum í morgun.
Rúmir 100 skjálftar síðasta sólarhringinn
Atli Ísleifsson skrifar
