Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2014 18:30 Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll. Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00