Audi rafmagnsjepplingur mun keppa við Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 11:05 Audi Q8. Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent
Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent