Hummer Rússlands Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 10:02 ZIL hertrukkurinn tekst á við snjóinn. ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira