Ford F-150 tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 14:00 Ford F-150 pallbíllinn. Mest seldi bíll í Bandaríkjunum fer nú í gegnum mikið þróunarferli. Ekki er nóg með að hann er nú smíðaður að mestu úr áli heldur stendur til hjá Ford að bjóða hann í tvinnútfærslu, eða Hybrid. Fyrst fréttist reyndar af þessum hugmyndum Ford í fyrra, en nú hefur verið staðfest að þar á bæ er unnið ötullega að þróun hans. Í fyrra var haft eftir Ford að fyrirtækið hyggðist bjóða Hybrid útfærslur af pallbílum og jeppum sínum árið 2020, en margt bendir til þess að það geti orðið mun fyrr. Bandarískir bílaframleiðendur hafa reyndar áður boðið Hybrid pallbíl, en General Motors bauð Chevrolet Silverado og GMC Sierra þannig búna, auk þess sem jepparnir Tahoe, Yukon og Cadillac Escalade frá GM voru einnig í boði sem tvinnbílar. General Motors hefur hætt sölu þessara bíla vegna dræmar sölu og hyggur ekki á frekari þróun þeirra í bili. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent
Mest seldi bíll í Bandaríkjunum fer nú í gegnum mikið þróunarferli. Ekki er nóg með að hann er nú smíðaður að mestu úr áli heldur stendur til hjá Ford að bjóða hann í tvinnútfærslu, eða Hybrid. Fyrst fréttist reyndar af þessum hugmyndum Ford í fyrra, en nú hefur verið staðfest að þar á bæ er unnið ötullega að þróun hans. Í fyrra var haft eftir Ford að fyrirtækið hyggðist bjóða Hybrid útfærslur af pallbílum og jeppum sínum árið 2020, en margt bendir til þess að það geti orðið mun fyrr. Bandarískir bílaframleiðendur hafa reyndar áður boðið Hybrid pallbíl, en General Motors bauð Chevrolet Silverado og GMC Sierra þannig búna, auk þess sem jepparnir Tahoe, Yukon og Cadillac Escalade frá GM voru einnig í boði sem tvinnbílar. General Motors hefur hætt sölu þessara bíla vegna dræmar sölu og hyggur ekki á frekari þróun þeirra í bili.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent