Ford F-150 tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 14:00 Ford F-150 pallbíllinn. Mest seldi bíll í Bandaríkjunum fer nú í gegnum mikið þróunarferli. Ekki er nóg með að hann er nú smíðaður að mestu úr áli heldur stendur til hjá Ford að bjóða hann í tvinnútfærslu, eða Hybrid. Fyrst fréttist reyndar af þessum hugmyndum Ford í fyrra, en nú hefur verið staðfest að þar á bæ er unnið ötullega að þróun hans. Í fyrra var haft eftir Ford að fyrirtækið hyggðist bjóða Hybrid útfærslur af pallbílum og jeppum sínum árið 2020, en margt bendir til þess að það geti orðið mun fyrr. Bandarískir bílaframleiðendur hafa reyndar áður boðið Hybrid pallbíl, en General Motors bauð Chevrolet Silverado og GMC Sierra þannig búna, auk þess sem jepparnir Tahoe, Yukon og Cadillac Escalade frá GM voru einnig í boði sem tvinnbílar. General Motors hefur hætt sölu þessara bíla vegna dræmar sölu og hyggur ekki á frekari þróun þeirra í bili. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Mest seldi bíll í Bandaríkjunum fer nú í gegnum mikið þróunarferli. Ekki er nóg með að hann er nú smíðaður að mestu úr áli heldur stendur til hjá Ford að bjóða hann í tvinnútfærslu, eða Hybrid. Fyrst fréttist reyndar af þessum hugmyndum Ford í fyrra, en nú hefur verið staðfest að þar á bæ er unnið ötullega að þróun hans. Í fyrra var haft eftir Ford að fyrirtækið hyggðist bjóða Hybrid útfærslur af pallbílum og jeppum sínum árið 2020, en margt bendir til þess að það geti orðið mun fyrr. Bandarískir bílaframleiðendur hafa reyndar áður boðið Hybrid pallbíl, en General Motors bauð Chevrolet Silverado og GMC Sierra þannig búna, auk þess sem jepparnir Tahoe, Yukon og Cadillac Escalade frá GM voru einnig í boði sem tvinnbílar. General Motors hefur hætt sölu þessara bíla vegna dræmar sölu og hyggur ekki á frekari þróun þeirra í bili.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent