Sport

Strákarnir settu nýtt Íslandsmet í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Anton
Karlasveit Íslands í sundi setti í morgun nýtt Íslandsmet í 4 x 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Doha höfuðborg Katar.

Íslenska sveitin synti ferðirnar fjórar á 3:22,48 mínútum sem skilaði liðinu upp í sextánda sætið en tuttugu þjóðir luku keppni. Íslensku strákarnir voru 14,83 sekúndum á eftir bestu sveitinni og rúmur þremur sekúndum á eftir Paragvæ sem var í næsta sæti fyrir ofan.

Íslensku metsveitina skipuðu þeir Kristófer Sigurðsson, Kristinn Þórarinsson, Kolbeinn Hrafnkelsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.

Gamla metið var síðan 17. nóvember 2012 þegar boðsundssveit SH synti 4 x 100 metra skriðsund á 03:25.63 mínútum. Kolbeinn Hrafnkelsson var líka í þeirri sveit og á því metið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×