Fáðu meira út úr matnum Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 3. desember 2014 12:30 visir/getty Sama hvaða mataræði fólk fylgir eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga til þess að bæta það enn meira og fá meiri næringu út úr matnum. Hér koma 8 atriði sem flestir geta verið sammála um að hjálpi til við að hreinsa upp mataræðið.1. Notaðu lárperu í staðinn fyrir smjör eða majones.Lárperumauk er tilvalið til þess að smyrja ofan á brauð. Það er næringarríkt, bragðgott og stútfullt af hollri fitu.2. Borðaðu heilkornabrauð í staðinn fyrir hefðbundið brauð úr unnu hvítu hveiti.Ekki eru allir sem þola brauð eða vilja borða það en fyrir þá sem ekki geta hugsað sér að sleppa því þá er gróft brauð úr heilum kornum betri kostur. Það er minna unnið, hollara og næringarríkara.3.Fáðu þér pasta úr heilum hrísgrjónum eða guinoa í staðinn fyrir hveiti pasta. Líkaminn á auðveldara með að melta það og þú verður ekki jafn útblásinn eins og eftir hvítt hveiti4. Búðu til vefjur úr stórum saltablöðum í stað þess að nota hveiti vefjur.Kaupið salat sem eru með sæmilega stórum blöðum og auðvelt er að nota sem vefju, þvoið það og fyllið með öllu því sem ykkur dettur í hug. Mun hollari kostur og alveg jafn góður.5. Slepptu aðkeyptum osti.Búðu þér frekar til þinn eigin ost úr kasjúhnetum. Heimatilbúinn ostur er hollari en mikið unnin mjólkurvara og þú getur stjórnað því hversu mikið salt þú notar.6. Þvoðu allt grænmeti strax.Þegar þú kaupir grænmeti, vendu þig á að þvo það strax og hafa það sýnilegt í ísskápnum. Þá er auðveldara að ná í það og nota í hvelli þegar hungrið hellist yfir.7. Ekki henda grænmetis og ávaxta afgöngum.Í stað þess að henda ávöxtum og grænmeti sem verða afgangs við eldamennsku er gott að setja það í poka og geyma inn í ísskáp. Þá er það tilbúið næsta dag í safa eða þeyting. Hollur kostur og skref í átt að því að henda minni mat.8. Laumaðu grænmeti inn í allt.Sama hvað þú ert að elda reyndu að lauma grænmeti inn. Margt smátt gerir eitt stórt og þú nærist betur fyrir vikið. Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Sama hvaða mataræði fólk fylgir eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga til þess að bæta það enn meira og fá meiri næringu út úr matnum. Hér koma 8 atriði sem flestir geta verið sammála um að hjálpi til við að hreinsa upp mataræðið.1. Notaðu lárperu í staðinn fyrir smjör eða majones.Lárperumauk er tilvalið til þess að smyrja ofan á brauð. Það er næringarríkt, bragðgott og stútfullt af hollri fitu.2. Borðaðu heilkornabrauð í staðinn fyrir hefðbundið brauð úr unnu hvítu hveiti.Ekki eru allir sem þola brauð eða vilja borða það en fyrir þá sem ekki geta hugsað sér að sleppa því þá er gróft brauð úr heilum kornum betri kostur. Það er minna unnið, hollara og næringarríkara.3.Fáðu þér pasta úr heilum hrísgrjónum eða guinoa í staðinn fyrir hveiti pasta. Líkaminn á auðveldara með að melta það og þú verður ekki jafn útblásinn eins og eftir hvítt hveiti4. Búðu til vefjur úr stórum saltablöðum í stað þess að nota hveiti vefjur.Kaupið salat sem eru með sæmilega stórum blöðum og auðvelt er að nota sem vefju, þvoið það og fyllið með öllu því sem ykkur dettur í hug. Mun hollari kostur og alveg jafn góður.5. Slepptu aðkeyptum osti.Búðu þér frekar til þinn eigin ost úr kasjúhnetum. Heimatilbúinn ostur er hollari en mikið unnin mjólkurvara og þú getur stjórnað því hversu mikið salt þú notar.6. Þvoðu allt grænmeti strax.Þegar þú kaupir grænmeti, vendu þig á að þvo það strax og hafa það sýnilegt í ísskápnum. Þá er auðveldara að ná í það og nota í hvelli þegar hungrið hellist yfir.7. Ekki henda grænmetis og ávaxta afgöngum.Í stað þess að henda ávöxtum og grænmeti sem verða afgangs við eldamennsku er gott að setja það í poka og geyma inn í ísskáp. Þá er það tilbúið næsta dag í safa eða þeyting. Hollur kostur og skref í átt að því að henda minni mat.8. Laumaðu grænmeti inn í allt.Sama hvað þú ert að elda reyndu að lauma grænmeti inn. Margt smátt gerir eitt stórt og þú nærist betur fyrir vikið.
Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira