Nissan Leaf brátt með 400 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 11:02 Nissan Leaf. Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent
Þó svo Tesla Model S sé senuþjófurinn í flokki rafmagnsbíla þessi misserin, er það þó Nissan sem selur lang flesta rafmagnsbíla og það helst í formi Leaf bílsins. Nissan hefur þegar selt 130.000 Leaf bíla og Renault –Nissan samstæðan hefur samtals selt yfir 200.000 rafmagnsbíla frá árinu 2010. Þar virðist þróunin einnig vera hröð er kemur að hjarta hvers rafmagnsbíls, þ.e. rafhlöðunni, því Nissan hefur látið hafa eftir sér að innan ekki svo langs tíma muni Leaf verða kominn með rafhlöðu í Leaf sem tryggir drægni uppá 400 kílómetra, en drægni hans nú er um 200 km. Nissan hefur nú þegar hannað slíkan bíl, en ekki er ljóst hverslags rafhlaða á þar í hlut. Carlos Ghosn, forstjóri Renault-Nissan, hefur sagt að um sé að ræða stóra tæknilega uppgötvun. Ghosn sagði að auki að þrátt fyrir meiri drægni myndi bíllinn léttast og kosta minna.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent