Uppgreiðsluvandinn enn myllusteinn um háls Íbúðalánasjóðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2014 21:30 Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans. Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrirséð er að Íbúðalánasjóður þurfi frekara fjármagn frá ríkissjóði til viðbótar við þá 50 milljarða króna sem sjóðurinn hefur fengið í eiginfjárframlag eftir hrun. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Engin lausn er í sjónmáli á uppgreiðsluvanda hans. Íbúðalánasjóður hefur á síðustu árum fengið 50,5 milljarða króna íeiginfjárframlag frá ríkissjóði til að bregðast við vanda sjóðsins. Rót erfiðleika sjóðsins liggur í svokölluðum uppgreiðsluvanda hans. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs birtist í því að viðskiptavinir sjóðsins, almennir lántakendur, geta greitt upp lán sín ef þeir vilja endurfjármagna þau. Sjóðurinn getur hins vegar ekki greitt upp eigin skuldabréf og því eiga fjárfestar alltaf von á öruggri ávöxtun á bréf sín. Þetta þýðir að sjóðurinn situr uppi með tugi milljarða króna vegna uppgreiðslu viðskiptavina sem hann getur ekki notað til að gera upp eigin skuldir og tjón vegna vaxtamunar er eins og mein sem grefur um sig. Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir í nýjasta þætti Klinksins að sjóðurinn þurfi frekara framlag frá ríkissjóði. „Meðan menn ætla að viðhalda eigin fé sjóðsins þá þarf að leggja honum til fé, en þessi fjárhæð fer samt lækkandi,“ segir Sigurður Erlingsson.Þannig að það er viðbúið að sjóðurinn þurfi frekara ríkisframlag? „Ef að markmiðið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli þannig að það sé jákvætt hið minnsta.“ Á meðan ekki er búið að leysa uppgreiðsluvanda sjóðsins mun hann þurfa eigið fé frá ríkissjóði og vandinn er ekki á förum. „Þetta er svipað og tveir steypuklumpar, þeir eru bara þarna og það þarf að taka á þessu máli einu og sér,“ segir Sigurður. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs í nóvember 2012 eftir að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis sagði að Íbúðalánasjóður þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og þar með að fá eigendur skuldabréfanna til að samþykkja skilmálabreytingu sem heimilaði sjóðnum uppgreiðslu skuldabréfanna. Í raun var Sigríður bara að lýsa útbreiddri skoðun og segja það sem margir hugsa en ummælin voru túlkuð eins og Sigríður vildi afnema ríkisábyrgðina sem hvílir á skuldum sjóðsins. „Þessi vandi getur orðið sjóðnum mjög dýrkeyptur og hann er að hafa áhrif á rekstur sjóðsins. Alveg klárlega,“ segir Sigurður. Í velferðarráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um framtíðarskipulag húsnæðiskerfisins á Íslandi í samræmi við tillögur sem kynntar voru síðasta vor og er búist við að þar verði ákvæði um Íbúðalánasjóð og framtíðarhlutverk hans.
Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira