Hvernig hræða á bílasölumenn Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 14:56 Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent
Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent