Scott Mckenna Ramsay hefur samið við Grindavík á nýjan leik og mun því spila sitt fjórtánda tímabil með Grindavíkurliðinu næsta sumar.
Ramsay er einn af fimm leikmönnum sem hafa skrifað undir samning við 1. deildarlið Grindavíkur á síðustu dögum en Daninn Tommy Nielsen er tekinn við þjálfun liðsins.
Marko Valdimar Stefánsson, Matthías Örn Friðriksson og Magnús Björgvinsson framlengdu allir samninga sína eins og þá kemur Ásgeir Ingólfsson frá Haukum.
Scott Mckenna Ramsay, sem verður fertugur á næsta ári, hefur alls spilað 236 deildarleiki fyrir Grindavík þar af 178 þeirra í úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað 37 deildarmörk fyrir félagið.
Ramsay kom fyrst til Grindavíkur sumarið 1998 og lék þá með liðinu til ársins 2002. Hann hefur síðan spila með liðinu undanfarin átta tímabil eða frá og með sumrinu 2007.
Scotty spilar sitt fjórtánda tímabil með Grindavík
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn





Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti



Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn