Kynlífsráðgjöf sigga dögg skrifar 22. desember 2014 11:00 Bæði pör og einstaklingar geta farið í kynlífsráðgjöf. Vísir/Getty Kynlífsráðgjöf kann að hljóma framandi í eyrum margra. Sumir halda að beinar verklegar æfingar með sérfræðingi felist í tímunum en svo er alls ekki. Slíkt hefur ekki tíðkast hér á landi þó það hafi gert það víða erlendis. Slíkir ráðgjafar titlað sig stundum sem „sex surrogates“ eða kynlífsstaðgengla. Að fara í kynlífsráðgjöf svipar til þess að fara í tíma hjá sálfræðingi eða hjónabandsráðgjöf. Tíminn fer fram í spjallformi og fer fram bæði sem fræðsla og ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þarf einstaklingur einnig að undirgangast skoðun hjá lækni en það er gert til að útiloka líffræðilegar ástæður fyrir sumum kynlífsvandamálum eins og sársauka við samfarir. Heilsufarssaga með spurningalista er einnig könnuð. Bæði geta einstaklingar og pör leitað í ráðgjöf. Oft þegar pör koma þá koma þau í tíma saman en einnig í sitthvoru lagi. Það er sjaldan svo að vandinn liggi bara hjá öðrum aðilanum í sambandinu svo ef viðkomandi er í sambandi þá er vissara að allir sem eiga hlut að sambandi komi einnig í ráðgjöf. Stundum eru einstaklingum gefnar æfingar til að framkvæma heima sem hluta af ráðgjöfinni. Ein þekktasta æfingin er „sensate focus“ sem var þróuð af kynfræðingunum Masters & Johnson. Tveir kynfræðingar á Íslandi sinna kynlífsráðgjöf, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir. Ef þú glímir við kynlífsvandamál, ekki bíða of lengi til að leita eftir aðstoð því kynverund einstaklinga er mikilvæg. Heilsa Tengdar fréttir Að vera eða vera ekki kynfræðingur Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. 16. nóvember 2013 06:00 Að verða kynfræðingur Margir lýsa yfir miklum áhuga af því að læra kynfræði, en hvað felst í náminu og starfinu sem kynfræðingur? 17. desember 2014 11:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Kynlífsráðgjöf kann að hljóma framandi í eyrum margra. Sumir halda að beinar verklegar æfingar með sérfræðingi felist í tímunum en svo er alls ekki. Slíkt hefur ekki tíðkast hér á landi þó það hafi gert það víða erlendis. Slíkir ráðgjafar titlað sig stundum sem „sex surrogates“ eða kynlífsstaðgengla. Að fara í kynlífsráðgjöf svipar til þess að fara í tíma hjá sálfræðingi eða hjónabandsráðgjöf. Tíminn fer fram í spjallformi og fer fram bæði sem fræðsla og ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þarf einstaklingur einnig að undirgangast skoðun hjá lækni en það er gert til að útiloka líffræðilegar ástæður fyrir sumum kynlífsvandamálum eins og sársauka við samfarir. Heilsufarssaga með spurningalista er einnig könnuð. Bæði geta einstaklingar og pör leitað í ráðgjöf. Oft þegar pör koma þá koma þau í tíma saman en einnig í sitthvoru lagi. Það er sjaldan svo að vandinn liggi bara hjá öðrum aðilanum í sambandinu svo ef viðkomandi er í sambandi þá er vissara að allir sem eiga hlut að sambandi komi einnig í ráðgjöf. Stundum eru einstaklingum gefnar æfingar til að framkvæma heima sem hluta af ráðgjöfinni. Ein þekktasta æfingin er „sensate focus“ sem var þróuð af kynfræðingunum Masters & Johnson. Tveir kynfræðingar á Íslandi sinna kynlífsráðgjöf, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir. Ef þú glímir við kynlífsvandamál, ekki bíða of lengi til að leita eftir aðstoð því kynverund einstaklinga er mikilvæg.
Heilsa Tengdar fréttir Að vera eða vera ekki kynfræðingur Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. 16. nóvember 2013 06:00 Að verða kynfræðingur Margir lýsa yfir miklum áhuga af því að læra kynfræði, en hvað felst í náminu og starfinu sem kynfræðingur? 17. desember 2014 11:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Að vera eða vera ekki kynfræðingur Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. 16. nóvember 2013 06:00
Að verða kynfræðingur Margir lýsa yfir miklum áhuga af því að læra kynfræði, en hvað felst í náminu og starfinu sem kynfræðingur? 17. desember 2014 11:00