Audi Q7 með 23 hátalara hljóðkerfi Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 09:39 Stórbrotið hljóðkerfi verður í Audi Q7. Það verður ekki slorlegt hljóðkerfið í nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans sem kynntur verður á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði. Í bílnum er Bang & Olufsen kerfi með 23 hátölurum og er heildarafl þess 1.920 wött. Sagt er að þetta kerfi gefi hlustandanum þrívíða upplifun og engu líkara sé að hann sé staddur með flytjendum þeirrar tónlistar sem hlustað er á. Sem dæmi eru fjórir hátalarar í mismunandi hæð í fremsta burðarbita bílsins (A-pillar). Hljóðkerfið lagar sig einnig að innanrými bílsins og breytist eftir því hve margir eru í bílnum hverju sinni og líkir eftir því rými sem hljóðupptakan fór fram í upphaflega. Hljóðið kemur frá 11 rásum. Þetta hljóðkerfi Bang & Olufsen verður í framhaldinu einnig í boði í fleiri bílgerðum Audi og í minni gerðum verður það minna í sniðum og með 20 hátalara. Audi Q7 af nýrri kynslóð er að koma á markað. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Það verður ekki slorlegt hljóðkerfið í nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans sem kynntur verður á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði. Í bílnum er Bang & Olufsen kerfi með 23 hátölurum og er heildarafl þess 1.920 wött. Sagt er að þetta kerfi gefi hlustandanum þrívíða upplifun og engu líkara sé að hann sé staddur með flytjendum þeirrar tónlistar sem hlustað er á. Sem dæmi eru fjórir hátalarar í mismunandi hæð í fremsta burðarbita bílsins (A-pillar). Hljóðkerfið lagar sig einnig að innanrými bílsins og breytist eftir því hve margir eru í bílnum hverju sinni og líkir eftir því rými sem hljóðupptakan fór fram í upphaflega. Hljóðið kemur frá 11 rásum. Þetta hljóðkerfi Bang & Olufsen verður í framhaldinu einnig í boði í fleiri bílgerðum Audi og í minni gerðum verður það minna í sniðum og með 20 hátalara. Audi Q7 af nýrri kynslóð er að koma á markað.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent