Ford lokar verksmiðju í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 16:03 Ford Galaxy. Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent
Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent