Dregur á milli stærstu bílaframleiðenda í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 15:27 Chevrolet tilheyrir General Motors, stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna. Slagurinn um markaðshlutdeild stærstu bílaframleiðendanna í Bandaríkjunum hefur aldrei verið harðari og bilið á milli þeirra hefur minnkað mjög á síðustu árum. GM og Ford hafa verið í efstu tveimur sætunum lengi en hlutdeild þeirra hefur samt minnkað jafnt og þétt. GM er nú með 17,6% hlutdeild en var með 28,2% árið 2000. Ford er nú með 14,7%, en var með 24,1% árið 2000. Toyota er nú alveg við það að ná Ford og er með 14,5% sölunnar. Tók Toyota fram úr Chrysler fyrir örfáum árum. Chrysler er nú með 12,7% en var með 15,7% árið 2000. Bilið milli stærsta og áttunda stærsta framleiðandanum, þ.e. GM og Volkswagen hefur minnkað frá 26% í 14% nú. Frá árinu 2000 hefur GM tapað mestri markaðshlutdeild allra framleiðenda, eða 10%. Sá framleiðandi sem unnið hefur inn mesta hlutdeild frá árinu 2000 er Hyundai-Kia, sem var með 2,3% en er nú með 8,1% hlutdeild þar vestra. Árið 2000 seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum, en á næsta ári er spáð 16,7 milljón bíla sölu. Sala bíla í Bandaríkjunum náði ákveðnum botni árið 2009 en þá seldust bara 10,4 milljónir bíla, en hún hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent
Slagurinn um markaðshlutdeild stærstu bílaframleiðendanna í Bandaríkjunum hefur aldrei verið harðari og bilið á milli þeirra hefur minnkað mjög á síðustu árum. GM og Ford hafa verið í efstu tveimur sætunum lengi en hlutdeild þeirra hefur samt minnkað jafnt og þétt. GM er nú með 17,6% hlutdeild en var með 28,2% árið 2000. Ford er nú með 14,7%, en var með 24,1% árið 2000. Toyota er nú alveg við það að ná Ford og er með 14,5% sölunnar. Tók Toyota fram úr Chrysler fyrir örfáum árum. Chrysler er nú með 12,7% en var með 15,7% árið 2000. Bilið milli stærsta og áttunda stærsta framleiðandanum, þ.e. GM og Volkswagen hefur minnkað frá 26% í 14% nú. Frá árinu 2000 hefur GM tapað mestri markaðshlutdeild allra framleiðenda, eða 10%. Sá framleiðandi sem unnið hefur inn mesta hlutdeild frá árinu 2000 er Hyundai-Kia, sem var með 2,3% en er nú með 8,1% hlutdeild þar vestra. Árið 2000 seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum, en á næsta ári er spáð 16,7 milljón bíla sölu. Sala bíla í Bandaríkjunum náði ákveðnum botni árið 2009 en þá seldust bara 10,4 milljónir bíla, en hún hefur vaxið jafnt og þétt síðan.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent