Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 25-24 | Sigurður hetja Fram Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2014 15:12 Fram vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í botnbaráttuslag í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var skemmtun og spenna fyrir allan peninginn, en lokatölur urðu 25-24.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var virkilega jafn og spennandi í síðari hálfleik eftir að Stjörnumen hefðu leitt nánast allan fyrri hálfleikinn. Eftir dramatískar lokamínútur tryggði Sigurður Örn Þorsteinsson Fram sigur þegar nítján sekúndur voru eftir með langskoti. Lokatölur 25-24. Framarar byruðu vel og komust í 4-2, en þá komu fjögur mörk í röð frá gestunum sem voru mættir til leiks. Þeir héldu forystunni í fyrri hálfleik og voru Framarar ávallt skrefi á eftir. Mikill hiti var í húsinu strax frá upphafi og það var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt enda mikilvæg stig í boði. Þórir Ólafsson kom Stjörnumönnum fimm mörkum yfir 11-6 þegar átta mínútur voru til hálfleiks, en heimamenn náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-11, gestunum í vil. Í síðari hálfleik var svipuð barátta uppá teningnum. Arnar og Svavar, dómarar leksins, voru afar umdeildir og bæði lið létu vel í sér heyra. Stuðningsmenn voru vel með á nótunum einnig og hitastigið var eins og fyrr segir afar hátt. Ólafur Jóhann Magnússon kom svo Fram yfir þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Framarar spiluðu agressíva framliggjandi vörn í síðari hálfleik og stirðnaði leikur Stjörnunnar upp. Egill Magnússon fann sig engann veginn annan leikinn í röð og munar heldur betur um minna hjá Stjörnunni. Liðin héldust í hendur, en Sverri Eyjólfsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna þegar ein mínúta var eftir. Sigurður Örn Þorsteinsson fékk boltann, tuttugu sekúndur til leiksloka og svona sextán metra frá marki og þrumaði boltanum í netið. Sigurður Ingiberg Ólafsson átti hins vegar að verja skotið, enda af löngu færi. Inn fór boltinn þó og var Sigurður að skora sitt fyrsta mark í leiknum. Valdi sér heldur betur tímapunktinn. Framarar héldu út leiktímann og fögnuðu ákaflega eins marks sigri, 25-24. Leikurinn var frábær skemmtun og spenna fyrir allan peninginn. Sigurinn gat fallið báðu megin, en þrumuskot Sigurðar skar úr. Stefán Baldvin Stefánsson var afar drjúgur í liði Fram, en hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Garðar B. Sigurjónsson gerði líka vel á línunni auk þess sem Ólafur Ægir Ólafsson er að koma sterkur inn eftir meiðsli. Kristófer Fannar var frábær í markinu og varði um tuttugu skot. Markaskor dreifðist ágætlega hjá Stjörnunni, en fleiri hefðu mátt taka af skarið. Björn Ingi var ekki að finna sig í markinu og eins og áður sagði var Egill Magnússon ekki að finna sig heldur. Það munar um minna. Fram situr í áttunda sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins með tólf stig, en Stjarnan er sæti neðar með tveimur stigum minna. Nú tekur við landsleikjahlé og eru næstu leikir liðanna í febrúar.Stefán Baldvin: Ofboðslega mikilvæg stig „Þetta var frábær sigur. Það er æðislegt að vinna síðasta leik fyrir jól og komast tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna. Þetta var gríðarlega mikilvægt og skemmtilegt," sagði fyrirliði Fram í leikslok, Stefán Baldvin Stefánsson. „Þeir voru að skora gífurlega mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum og annari bylgju í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að hlaupa nægilega vel til baka og við vorum óvissir í okkar aðgerðum. Við kipptum því bara í liðinn." „Við verðum að berjast. Við erum þannig lið að við þurfum að berjast og hafa fyrir þessu. Það er bara gott að við gerum það þá!" „Ekki spurning. Við erum í baráttu við Stjörnuna og vonandi fleiri lið. Þetta eru ofboðslega mikilvæg stig," sagði Stefán í leikslok.Skúli: Getum sinnt öðrum þáttum í lífinu „Það er alltaf jafn súrt að tapa, það er bara þannig. Þetta var hörkuleikur og gat fallað báðu megin," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok í kvöld. „Ég var pínu súr með okkar frammistöðu. Mér fannst við ekki nægilega góðir í síðari hálfleik. Vörnin var ekki nægilega góð og það eru fáir sem eiga góðan leik. Það eru of margir sem eiga meðalleik og það dugar ekki gegn Fram á útivelli." „Staðan var 13-11 í hálfleik, við missum mann útaf og leikurinn jafnast tiltölulega fljótt. Síðan skorar Fram í síðustu sókninni sinni, langt utan af velli. Hálfgert heppnismark, en frábært mark. Að sama skapi ógeðslega svekkjandi fyrir okkur og við náum ekki að koma til baka og skora." „Þetta eru bara áþekk lið og halda áfram að æfa og styrkja okkur. Það er bara leiðin áfram." „Það hefði verið ennþá betra að fá frí með sigur í kvöld. Það eru frí og við getum farið að æfa betur og sinna öðrum þáttum í lífinu eins og fjölskyldu og vinum. Það er æðislegt að fá sjö til tíu daga í það og svo byrjum við á fullu aftur," sagði Skúli að lokkum.Vísir/Valli Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Fram vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í botnbaráttuslag í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var skemmtun og spenna fyrir allan peninginn, en lokatölur urðu 25-24.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var virkilega jafn og spennandi í síðari hálfleik eftir að Stjörnumen hefðu leitt nánast allan fyrri hálfleikinn. Eftir dramatískar lokamínútur tryggði Sigurður Örn Þorsteinsson Fram sigur þegar nítján sekúndur voru eftir með langskoti. Lokatölur 25-24. Framarar byruðu vel og komust í 4-2, en þá komu fjögur mörk í röð frá gestunum sem voru mættir til leiks. Þeir héldu forystunni í fyrri hálfleik og voru Framarar ávallt skrefi á eftir. Mikill hiti var í húsinu strax frá upphafi og það var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt enda mikilvæg stig í boði. Þórir Ólafsson kom Stjörnumönnum fimm mörkum yfir 11-6 þegar átta mínútur voru til hálfleiks, en heimamenn náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-11, gestunum í vil. Í síðari hálfleik var svipuð barátta uppá teningnum. Arnar og Svavar, dómarar leksins, voru afar umdeildir og bæði lið létu vel í sér heyra. Stuðningsmenn voru vel með á nótunum einnig og hitastigið var eins og fyrr segir afar hátt. Ólafur Jóhann Magnússon kom svo Fram yfir þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Framarar spiluðu agressíva framliggjandi vörn í síðari hálfleik og stirðnaði leikur Stjörnunnar upp. Egill Magnússon fann sig engann veginn annan leikinn í röð og munar heldur betur um minna hjá Stjörnunni. Liðin héldust í hendur, en Sverri Eyjólfsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna þegar ein mínúta var eftir. Sigurður Örn Þorsteinsson fékk boltann, tuttugu sekúndur til leiksloka og svona sextán metra frá marki og þrumaði boltanum í netið. Sigurður Ingiberg Ólafsson átti hins vegar að verja skotið, enda af löngu færi. Inn fór boltinn þó og var Sigurður að skora sitt fyrsta mark í leiknum. Valdi sér heldur betur tímapunktinn. Framarar héldu út leiktímann og fögnuðu ákaflega eins marks sigri, 25-24. Leikurinn var frábær skemmtun og spenna fyrir allan peninginn. Sigurinn gat fallið báðu megin, en þrumuskot Sigurðar skar úr. Stefán Baldvin Stefánsson var afar drjúgur í liði Fram, en hann skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Garðar B. Sigurjónsson gerði líka vel á línunni auk þess sem Ólafur Ægir Ólafsson er að koma sterkur inn eftir meiðsli. Kristófer Fannar var frábær í markinu og varði um tuttugu skot. Markaskor dreifðist ágætlega hjá Stjörnunni, en fleiri hefðu mátt taka af skarið. Björn Ingi var ekki að finna sig í markinu og eins og áður sagði var Egill Magnússon ekki að finna sig heldur. Það munar um minna. Fram situr í áttunda sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins með tólf stig, en Stjarnan er sæti neðar með tveimur stigum minna. Nú tekur við landsleikjahlé og eru næstu leikir liðanna í febrúar.Stefán Baldvin: Ofboðslega mikilvæg stig „Þetta var frábær sigur. Það er æðislegt að vinna síðasta leik fyrir jól og komast tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna. Þetta var gríðarlega mikilvægt og skemmtilegt," sagði fyrirliði Fram í leikslok, Stefán Baldvin Stefánsson. „Þeir voru að skora gífurlega mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum og annari bylgju í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að hlaupa nægilega vel til baka og við vorum óvissir í okkar aðgerðum. Við kipptum því bara í liðinn." „Við verðum að berjast. Við erum þannig lið að við þurfum að berjast og hafa fyrir þessu. Það er bara gott að við gerum það þá!" „Ekki spurning. Við erum í baráttu við Stjörnuna og vonandi fleiri lið. Þetta eru ofboðslega mikilvæg stig," sagði Stefán í leikslok.Skúli: Getum sinnt öðrum þáttum í lífinu „Það er alltaf jafn súrt að tapa, það er bara þannig. Þetta var hörkuleikur og gat fallað báðu megin," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok í kvöld. „Ég var pínu súr með okkar frammistöðu. Mér fannst við ekki nægilega góðir í síðari hálfleik. Vörnin var ekki nægilega góð og það eru fáir sem eiga góðan leik. Það eru of margir sem eiga meðalleik og það dugar ekki gegn Fram á útivelli." „Staðan var 13-11 í hálfleik, við missum mann útaf og leikurinn jafnast tiltölulega fljótt. Síðan skorar Fram í síðustu sókninni sinni, langt utan af velli. Hálfgert heppnismark, en frábært mark. Að sama skapi ógeðslega svekkjandi fyrir okkur og við náum ekki að koma til baka og skora." „Þetta eru bara áþekk lið og halda áfram að æfa og styrkja okkur. Það er bara leiðin áfram." „Það hefði verið ennþá betra að fá frí með sigur í kvöld. Það eru frí og við getum farið að æfa betur og sinna öðrum þáttum í lífinu eins og fjölskyldu og vinum. Það er æðislegt að fá sjö til tíu daga í það og svo byrjum við á fullu aftur," sagði Skúli að lokkum.Vísir/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira