Lamborghini Asterion gæti farið í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 11:13 Lamborghini Asterion tvinnbíllinn. Á bílasýningunni í París í haust sýndi Lamborghini tilraunabílinn Asterion sem er tvinnbíll með öfluga rafmótora og bensínvél. Heildarafl drifrásarinnar í Asterion er 907 hestöfl. Ekki stóð endilega til að fjöldaframleiða þennan bíl en nú heyrist frá höfuðstöðvum Lamborghini að svo gæti orðið. Lamborghini er í eigu Volkswagen samsteypunnar sem einnig á Porsche. Porsche hefur framleitt 918 Spyder bílinn sem er eins og Asterion með tvinnaflrás svo ekki er langt að sækja tæknina. Því mun það væntanlega leiða til framleiðslu Asterion sem kosta mun um 69 milljónir króna. Asterion mun samt verða eftirbátur Porsche 918 Spyder í bæði upptöku og hámarkshraða, sem og McLaren P1 og Ferrari LaFerrari sem allir eru með öfluga tvinnaflrás. Asterion yrði ekki ætlað að vera brautarbíll heldur til daglegrar notkunar og mun því frekar keppa við bíla eins og Aston Martin Vanquish, Bentley Continental GT og Ferrari F12 Berlinetta. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent
Á bílasýningunni í París í haust sýndi Lamborghini tilraunabílinn Asterion sem er tvinnbíll með öfluga rafmótora og bensínvél. Heildarafl drifrásarinnar í Asterion er 907 hestöfl. Ekki stóð endilega til að fjöldaframleiða þennan bíl en nú heyrist frá höfuðstöðvum Lamborghini að svo gæti orðið. Lamborghini er í eigu Volkswagen samsteypunnar sem einnig á Porsche. Porsche hefur framleitt 918 Spyder bílinn sem er eins og Asterion með tvinnaflrás svo ekki er langt að sækja tæknina. Því mun það væntanlega leiða til framleiðslu Asterion sem kosta mun um 69 milljónir króna. Asterion mun samt verða eftirbátur Porsche 918 Spyder í bæði upptöku og hámarkshraða, sem og McLaren P1 og Ferrari LaFerrari sem allir eru með öfluga tvinnaflrás. Asterion yrði ekki ætlað að vera brautarbíll heldur til daglegrar notkunar og mun því frekar keppa við bíla eins og Aston Martin Vanquish, Bentley Continental GT og Ferrari F12 Berlinetta.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent