PSA/Peugeot-Citroën flytur höfuðstöðvarnar Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 10:49 Höfuðstöðvar PSA Peugeot-Citroën í París. Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent